fimmtudagur, 27. mars 2008

Stóra ísskápsmálið

Ískápurinn minn hefur verið tómur lengi. Eða kannski ekki alveg tómur en allavega ekkert nema kannski fullt af hálftómum sótavatnsflöskum og einn piparostur í honum. Í dag þegar ég var að læra langaði mig svo rosalega í eitthvað sætt og gott að narta í. Ég er eiginlega búin að hugsa það alla vikuna hvað mig langar í eitthvað en langar samt ekkert....og opna ekki ískápinn því ég veit að það er ekkert í honum. Fer svo upp til ömmu ef mig vantar eitthvað til að svala þorstanum tja og hungrinu um kvöldmatarleitið. Nice. Kormákur Knútur bíll er bilaður og ég hef því tekið strætó en ég nenni nú varla í strætó til að kaupa nammi, þarf líka að nota klinkið sem ég á til að borga í strætó (er ekki búin að ná í námsmannastrætókortið í skólanum). Kormák endurheimti ég hinsvegar af bílaspítalanum á morgunn, það verða fagnaðarfundir...þó að blessaður hafi bara farið þangað í dag. En á leiðinni í pústþjónustna datt undan bílnum einhver kútur kenndur við hljóð hélt ég en hann er víst enhvernvegin öðruvísi Kútur. Þetta var skondin reynsla og á mig var mikið glápt og ég setti ákveðna hindrun fyrir bílinn sem var fyrir aftan mig með þessum stælum. En Kormákur hljómaði eins og 75 ára gömul dráttarvél. Mjög skemmtilegt.
En já aftur að ískápnum og aðal pointinu með þessari undarlegu bloggfærslu. Já mig langaði semsagt í eitthvað sætt í dag og hugsaði með mér "hei ég á ritzkex" og svo "hei ég á piparost" Svo opnaði ég ísskápinn sem ég var ekki búin líta inní í 3 daga og viti menn mikið var ég glöð. Ég á ENNÞÁ PÁSKAEGG.
Hvernig gat ég súkkulaðisnúðurinn gleymt elskulega RISAPÁSKAEGGINU MÍNU sem ég opnaði sko á undan páskunum því það var svo stórt og girnó. Ég fékk s.s í gjöf fallegt og ljúffengt nóa egg nr 7 og það er rétt rúmlega hálfnað og fullt af nammi eftir líka. Það fer hver að verða síðastur í smakkið hjá mér.

Þar með er það komið til skila loksins, með löngum aðdraganda og smá údúrdúr. (djöfull er asnalegt og erfitt að skrifa seinastaorðið þarna á undan punktinum, eins gott ég las yfir því fyrst skrifaði ég údúrTúr) Say what??
Tjá tjá.

fimmtudagur, 20. mars 2008

.................smá blogg

Kannski tími til að blogga örlítið.



Skólinn er í hámarki þessa stundina og maður hefur engan tíma eða löngun til að hugsa um öll þessi verkefni en ég veit þetta reddast allt á endanum með pressu og næturlærdómi svona undir lokin svo ég er ekkert að stressa mig. Enda hefur annað og mun mikilvægara átt hug mans allan síðustu vikur. Ég vil þakka fyrir allar þær hlýju kveðjur sem ég hef fengið í sms, msn, myspace og í eigin persónu. Það eru fjölmargar leiðir til að nálgast fólk nú á dögum sem er hið besta mál.



Nú þarf að spíta í lófana og nýta páskafríið í B.A verkefnið og fleira. Verð því vant við látin þó maður geri sér dagamun og skreppi til brósa í ljúffengan málsverð. Hann lumar víst á helling af dýrindis uppskriftum sá ég í nokkrum blöðum nú á dögunum. Það er ekki verra. Svo kom hún Eva danska og hele famelien alveg óvænt á vora ástkæru fósturjörð þannig að planið er að skreppa til Veru eitt kvöldið og mæla sér mót við Evuna, bumbuna og jafvel Sindrann manninn hennar.


laugardagur, 1. mars 2008

Er ekki komið gott af asnaskap

Var í vinnunni í vikunni og endaði óvart á slysó. Einhverra hluta vegna stakst kúlupenni inn í innanverðan framhandlegginn á mér með þeim afleiðingum að það fossblæddi eins og tappi hafði verið tekin í burtu. Það er semsagt gott blóðflæði í hægri handlegg svo ekki er seinna vænna en að skella sér bara í blóðbankann þótt fyrr hefði verið. Ég ætla ekkert að vera að rekja það hvernig í ósköpunum þetta gerðist, en ég var allavega stunginn.....og hjálpaði sjálf til við það. Skrítið slys í fíflagangi og alveg óvart.
Mér leið hinsvegar eins og asna á slysó þar sem þurfti aðeins að sauma eitt spor og í leiðinni gaf hjúkrunarneminn mér titilinn minsti skurður vaktarinnar.
Ég held að þetta sé það allra fáránlegasta sem gerst hefur fyrir mig, jafnvel fáránlegra en þegar það kviknaði í hárinu á mér á Gauknum hér um árið þar sem einhver risi hafði askað síkarettuösku á kollinn á dvergnum Gullu. Það þurfit þó ekkert slysó neitt þá og mér var ekki vitund meint af nema þá að lyktin af brendu hári mínu var viðurstiggileg
Nú svo ég haldi áfram að segja frá asnaskap mínum þá dúndraði ég mér niður bratta íbúðargötu (Hvannhólmann) á keðju-og bremsulausu hjóli 5 ára gömul. Sú ferð endaði með ósköpum náttúrulega. Þetta var heitan sumardag svo maður var léttklæddur og fyrir tíð gríðarlegrar hjálmanotkunnar reiðhjólabarna. En þarna endaði ég með skurði á höfði, hnjám og höndum og viðbeinsbrot. Það þurfti að teypa marga hringi af sárabindum og dóti utan um axlir og hendur því það þótti ekki ráðlagt að treysta svo hreifanlegu barni til að vera kjurt í mánuð, s.s verið að passa litla viðbeinið. Þegar ég var komin í föt leit ég svo út eins og vel stæltur sterakrakki.
Einu sinni tognaði ég líka í hálsinum eftir að hafa verði á fullu í klessubílum í tívolíinu í Köben.
Ég mun seint gleyma því þegar ég skallaði samherja minn svo svakalega í fótboltaleik (eftir að hafa verið inná í 5 mín) að ég fékk myndarlegan skurð við aðra augabrúnina en samherjinn endaði með vör á stærð við gogginn á Andrési Önd sem þurfti að sauma. Skemmtilegt að segja frá því í leiðinni að annar samherjinn(hjúkrunarnemi í dag) sem brunaði með okkur á slysó endaði í gólfinu þegar verið var að sauma mig saman. Það bara leið yfir hana blessaða og sú með vörina fór að kjökra og ég lá þarna og sá ekkert því ég var með eitthvað fyrir andlitinu, ég tók það af og sast upp til að ath hvað væri eiginlega í gangi, en þá varð læknirinn brjálaður. Maður verður víst að liggja alveg kjurr.


Það er fullt meira hægt að bæta við þennan lista en ég held þetta sé bara komið gott. Það er augljóslega ekki nokkur leið fyrir mig að meiðast eða slasast á hetjulegan hátt. Fyrsta bindið af heimskupörum Guðlaugar mun koma út fyrir næstu jól. Sprenghlægileg en um leið alvarleg óheppnis saga.

Tjá bella.