mánudagur, 28. apríl 2008

Passið ykkur.

  • Þessu skilti er ég búin að koma fyrir á hliðinu í garðinum...alltaf eitthvað bölvað lið að stytta sér leið og um leið á þessari leið þeirra í gegnum garðinn verð ég leið því ég hrekk alltaf í kút við þessa truflun. En ég er að sinna mikilvægum hlutum eins og lærdómi í léttum klæðnaði.



  • Nú er ég búin að breyta um stíl svona rétt á meðan skólinn er að klárast. Það yrðir engin á mig af ástæðulausu. Þráðurinn er stuttur í þessari. Steinunn hefur komist í raun um það og grætur enn vegna þess.

  • p.s af þessari færslu má m.a draga þann lærdóm að orðið "leið" getur haft margar merkingar. Það er aldrei of oft notað.
Gulla has spoken.

sunnudagur, 20. apríl 2008

Draumurinn.....

Draumabíllinn er fundin. Kannski aðeins of lár fyrir íslenskan vetur. Stefni á því að næla mér í hann og krúsa hringinn í kringum landið.




Þessi litli krulluhundur er þrjóska dagsins.

Tjá tjá nú er að rífa sig upp á rassgatinu og halda áfram úje



þriðjudagur, 15. apríl 2008

Hvað á þetta að þýða????

Okey um miðjan júnímánuð í fyrrasumar var blíðviðrisdagur í vinnunni en þeir áttu eftir að verða fleiri þetta sumar. Alla vega þessum degi eiddum við að mestu leyti í nauthólsvíkinni en við gengum fram og til baka og sólin skein skært. Þennan dag fékk ég svaka tan á upphandleggina en var því miður í stuttermabol þannig að það myndaðist þetta flotta bændabrúnku-stuttermabolafar þó mun meira á hægri handlegg. Ég var með þetta far allt sumarið og fram á haust...ég man meira að segja þegar ég var í Köben í oktober að Eva var að hlægja að þessu. Þetta hefur dofnað smám saman í vetur og ég var búin að steingleyma þessu þangað til á sunnudagskvöldið. Ég fór í EINN ljósatíma og um kvöldið tók ég eftir því að ég var orðin rauð í framan og alstaðar og það sem meira er FARIÐ VAR KOMIÐ AFTUR (á annan handleggin). WHAT THE FUCK.
Hversu mikið NÖRD er hægt að vera. ojjjj þetta er ekki smart. Ég ætla að fara aftur í ljós og þá mun ég vera með hanska sem nær næstum upp að öxlum.
Uhhh kannski einfaldara að fá sér brúnkukrem og bera bara á þann stað sem farið er.

laugardagur, 5. apríl 2008

Það er aldeilis


Já hvað skal skrifa núna.


Hvernig stendur á því að í hvert skipti sem mikið er að gera í námi þá þjást allir af ritstíflu á hæðsta stigi. Afhverju fær maður ekki ritstíflu þegar maður þarf ekkert að skrifa stóra, flotta og fullkomna ritgerð. Og það sem meira er þá er ekkert jafn skemmtilegt og að skrifa eitthvað bull á eitthvað blogg, nú í veikri von um að losa stífluritið. Ég er að hugsa um að fá mér einkaritara eins og Hr Laxness gerði stundum. En mér skilst (veit ekki hvort sé satt eða ekki) að Frú Laxness hafi svotil verið ritari mannsinns síns. Hún skrifaði semsagt niður það sem hann sagði þannig að hún á því mikinn heiður af hans skáldsögum ef þetta er rétt. Þetta heirði ég þegar ég fór í smá heimsókn með skólakrökkum á Gljúfrastein fyrir nokkrum árum. Svo hér með auglýsi ég eftir einhverjum sem er til í að skrifa niður (í tölvu) hugsanir og þankaganga mína í lítilli Lokaritgerð. Ég mun borga í Evrum.


Fékk ánægjulegar fréttir í gær. En 6. litli frændi minn í móðurfjölskyldunni fæddist 04.04.08 æðislega fallegur að sjálfsögðu. Algjör strákafjölskylda :)


Nú svo var ég að uppgvöta skemmtilega stelpuþætti. Annar er á skjá 1 lipstick jungle og svo hinn cashmere mafia er ekki sýndur hér á landi. Hef þó meira séð af þeim síðarnefnda. Það er voðalega gott að gefa sér 1-2-3 þætti í verðlaun eftir lærdómsdag. Þeir eru gullrótin mín í lok dagsins. tjaaa eða truflunin í miðjum degi haha
L.J C.M


See ya