Já hvað skal skrifa núna.
Hvernig stendur á því að í hvert skipti sem mikið er að gera í námi þá þjást allir af ritstíflu á hæðsta stigi. Afhverju fær maður ekki ritstíflu þegar maður þarf ekkert að skrifa stóra, flotta og fullkomna ritgerð. Og það sem meira er þá er ekkert jafn skemmtilegt og að skrifa eitthvað bull á eitthvað blogg, nú í veikri von um að losa stífluritið. Ég er að hugsa um að fá mér einkaritara eins og Hr Laxness gerði stundum. En mér skilst (veit ekki hvort sé satt eða ekki) að Frú Laxness hafi svotil verið ritari mannsinns síns. Hún skrifaði semsagt niður það sem hann sagði þannig að hún á því mikinn heiður af hans skáldsögum ef þetta er rétt. Þetta heirði ég þegar ég fór í smá heimsókn með skólakrökkum á Gljúfrastein fyrir nokkrum árum. Svo hér með auglýsi ég eftir einhverjum sem er til í að skrifa niður (í tölvu) hugsanir og þankaganga mína í lítilli Lokaritgerð. Ég mun borga í Evrum.
Fékk ánægjulegar fréttir í gær. En 6. litli frændi minn í móðurfjölskyldunni fæddist 04.04.08 æðislega fallegur að sjálfsögðu. Algjör strákafjölskylda :)
Nú svo var ég að uppgvöta skemmtilega stelpuþætti. Annar er á skjá 1 lipstick jungle og svo hinn cashmere mafia er ekki sýndur hér á landi. Hef þó meira séð af þeim síðarnefnda. Það er voðalega gott að gefa sér 1-2-3 þætti í verðlaun eftir lærdómsdag. Þeir eru gullrótin mín í lok dagsins. tjaaa eða truflunin í miðjum degi haha
L.J C.M
See ya