Það ríkur úr tryllitækinu svo hratt er keyrt í moldinni
mánudagur, 19. maí 2008
sunnudagur, 11. maí 2008
Þankagangar konunnar
Það sem ég hef komist að um sjálfa mig að undanförnu er þetta:
- Ég er ekki eins klár í dönsku og ég hélt.
- Bláa Lónið er hreinn unaður og mér er alveg sama hvað kostar í það.
- Ég hélt fyrirlestur á ráðstefnu um B.A verkefnið mitt án þess að stama og er sniðug að tala.
- Danski hreimurinn minn er awesom...þó orðin séu fá í kollinum
- Ég get alveg farið snemma heim.
- Sumir eru easy crowd og ég geri í því að segja fimmaurabrandara við þannig fólk. Finnst greinilega gaman að láta hlæja af mér.
- Ég á það til að öskra af óþörfu á fólk. í mínum huga var þetta grín. Í huga annarra er þetta agalega óþolandi.
- Mig langar mest af öllu í lítinn ísbjörn fyrir gæludýr
- Þegar ég brosi ekki þá lít ég út eins og ég sé brjáluð. Sem er soldið gott því loksins get ég fengið fólk til að vera hrætt við mig
- Gúllas er ekki gott fyrir fólk með bakflæði. Ég hefði getað dáið.
- Ég fór í tolleringu og hafði gaman af...var ekki hrædd.
- Ég get verið ráðrík og mikið er ég ánægð með það. Afhverju sagði mér það enginn.
tjátjá í bili
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)