Að gefnu tilefni vil ég minna hina gríðarmörgu lesendur bloggsins á að ég mun útskrifast næstkomandi laugardag og setja þar með lokahnikk á Þroskaþjálfanámið en það er víst ekki þar með sagt að ég sé orðin löggildur þroskaþjálfi. Nei það er nú ekki svo gott því það þarf víst að sækja um starfsleyfi hjá Heilbrigðisráðuneytinu af öllum stöðum. Maður myndi halda að starfsleyfi þyrfti að sækja hjá Félagsmálaráðuneyti eða bara ekkert vera að því yfir höfuð, er skírteyni úr skólanum ekki nóg??? Furðulegt system.
En aftur að útskriftarhelginni góðu. Við Steinunn og Jóa munum bjóða til svaka partys á Café Victor fyrir gesti og gangandi sem tengjast okkur. Þar munu verða boðið upp á veitingar í formi drykkja er nefnast bjór. Mjög gott. Svo á sunnudag verður öllu dannaðri veisla fyrir fjölskylduna á vinnustað föður míns og bróður. En þannig er nú það að hún átti líka að vera á laugardag en eitthvað var knappur tími vegna annarra funda og veisluhalda í salnum.
EM farið á fullt og mikið var nú gaman í gær þegar liðið mitt vann 3-0. Já ég svík aldrei mína menn í Hollenska landsliðinu. En með þeim hef ég haldið frá því ég man eftir mér. Átti Hollenska landsliðsbúininga með Marco Van Basten og Gullit. En þeir voru mín átrúnaðargoð í upphafi fótboltaáhugans um 6 ára býst ég við. Svo voru þeir náttla báðir í gullaldarliði AC-Milan sem maður heldur enn með í Ítölsku deildinni. Good times.
Marco Van Basten í dag orðin virðulegur þjálfari Hollenska landsliðsins. Svona í lokin þá er gaman að geta þess að það styttis og styttist fáránlega í ægilega skemmtilegu heimsreisu mína og Þonn-systra. Ég veit í sjálfu sér voða lítið um það ferðalag nema að ég fer 15 ágúst og kem einhverntíman í lok sept. Og jú ég veit að vísu hverjir áfangastaðir eru en er ekki alveg með á hreinu í hvaða röð. Já það er ansi gott að fara að ferðast með þaureyndum konum sem eru búnar að skipuleggja þetta allt saman...ég bara borga og fer með og hlíði. Eitt sem væri þó gaman að prufa þarna í útlöndunum er að fara á skíði í Dubaii. Það hljómar svo súrealískt. En í Dubaii er innandyra skíðahöll. Gaman af því.