Kannski ég byrji á að segja gleðilegt ár. En árspistil mun ég nú ekki skrifa enda gleymi ég öllu jafn óðum. Árið 2007 var eflaust hressandi og skemmtilegt eins og ávalt með tilheyrandi rugludalla flippi.
Jólin voru gleðileg en maður hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi allt sitt líf að fá mikinn og góðann mat yfir hátíðarnar, skynsamlegt að staldra við og hugsa um hversu gott maður hefur það.
Gaf sjálfri mér fallega rauða stafræna myndavél í jólagjöf svo lokst get ég tekið myndir af spennandi atburðum úr lífi mínu. Ég hef ekki átt myndavél síðan ég fór með fermingarvélina mína í útskrifarferð á Krít hér um árið en hún fékk að súpa vatn úr sundlaug hótelsins eftir stutta dvöl. Eftir þetta keypti ég nokkrum sinnum einota vélar sem aldrei hafa farið í framköllun svo ég muni. Mikil peningasóun það. En ég er afskaplega ánægð að hafa loks fjárfest í rauðu olympusinni minni.
Eitthvað gengur mér erfiðlega á þessu bloggi að setja inn youtube myndband en ég er með account og allt en youtube vill bara ekkert kannast við e-mailið mitt eða paswordið sem fylgja blogginu mínu. Ég fæ Sæju og Steinunni til að ráða fram úr þessu með mér yfir góðu yfirlæti einn daginn.
Ég hef nú ekki mikið meira að skrifa að svo stöddu. Læt fylgja með krúttaralega mynd af Julian Inga bakarameistara sem fannst afar gott að vera í fríi um jólin, en hann talaði eimitt um að hafa það notalegt í fríinu sínu.
1 ummæli:
Gott Gulla! Mér finnst samt undarlegt að engin mynd hefur verið tekin af mér og ég mundi telja mig afar spennandi viðburð í þínu lífi!!! Vott is öpp viþþ ðat??
Skrifa ummæli