föstudagur, 1. febrúar 2008

Nýr frændi


Miðvikudagskvöldið 30. Janúar ákvað bróðursonur minn nr 2 að láta sjá sig. Ég er því föðrusystir x2 í dag sem er mjög ánægjulegt. Drengurinn var svo komin heim til sín rétt rúmlega 1/2 sólahrings gamall. Að sjálfsögðu fór maður og kíkti á þá bræðurna og foreldrana rétt snöggvast yfir kvöldmatnum.



Stóri bróðir var án efa mjög áhugasamur um bleiuskiptingar og öðru sem fylgir nýfæddum bræðrum. Tók á móti mér með því að spyrja hvar læknirinn væri og bauð mér að sjá litla bróður sinn. Frænkan tók sér þó tíma til þess að kenna þeim eldri að flokka spilabunka í fjórar sortir. Byrja á grunninum áður en hann lærir olsen olsen.



4 ummæli:

Sæja sagði...

Mikið er litla stýrið sætt. Og þó ég hafi ekki séð Júlían með eigin augum svo ég muni eftir þá sést það vel á myndunum að þeir bræðurnir eru líkir.
Já og til hamingju aftur með að vera orðin tvöföld föðursystir. Þú ert rík.

hjordis sagði...

Þetta er nú ótrúlega sætur lítill frændi sem þú átt... geturðu ekki frátekið hann fyrir eina af sætu frænkunum mínum???

En innilega til hamingju með litla manninn! Þú ert rík en átt þó langt í land m.v. okkur systur ;)

Guðlaug Björk sagði...

takk fyrir Sæja og Hjördís. Bræðurnir eru jú svolítið líkir, sérstaklega ef sá eldri er skoðaður á "gömlum myndum". En tjaa Hjördís ég gæti jafnvel frátekið þá báða ekki satt fyrir frænkur þínar. Þá gætum ég og þið systur verið ríkar saman. Aldeilis góð hugmynd;)

Steinunn sagði...

Til hamingju:D