laugardagur, 1. mars 2008

Er ekki komið gott af asnaskap

Var í vinnunni í vikunni og endaði óvart á slysó. Einhverra hluta vegna stakst kúlupenni inn í innanverðan framhandlegginn á mér með þeim afleiðingum að það fossblæddi eins og tappi hafði verið tekin í burtu. Það er semsagt gott blóðflæði í hægri handlegg svo ekki er seinna vænna en að skella sér bara í blóðbankann þótt fyrr hefði verið. Ég ætla ekkert að vera að rekja það hvernig í ósköpunum þetta gerðist, en ég var allavega stunginn.....og hjálpaði sjálf til við það. Skrítið slys í fíflagangi og alveg óvart.
Mér leið hinsvegar eins og asna á slysó þar sem þurfti aðeins að sauma eitt spor og í leiðinni gaf hjúkrunarneminn mér titilinn minsti skurður vaktarinnar.
Ég held að þetta sé það allra fáránlegasta sem gerst hefur fyrir mig, jafnvel fáránlegra en þegar það kviknaði í hárinu á mér á Gauknum hér um árið þar sem einhver risi hafði askað síkarettuösku á kollinn á dvergnum Gullu. Það þurfit þó ekkert slysó neitt þá og mér var ekki vitund meint af nema þá að lyktin af brendu hári mínu var viðurstiggileg
Nú svo ég haldi áfram að segja frá asnaskap mínum þá dúndraði ég mér niður bratta íbúðargötu (Hvannhólmann) á keðju-og bremsulausu hjóli 5 ára gömul. Sú ferð endaði með ósköpum náttúrulega. Þetta var heitan sumardag svo maður var léttklæddur og fyrir tíð gríðarlegrar hjálmanotkunnar reiðhjólabarna. En þarna endaði ég með skurði á höfði, hnjám og höndum og viðbeinsbrot. Það þurfti að teypa marga hringi af sárabindum og dóti utan um axlir og hendur því það þótti ekki ráðlagt að treysta svo hreifanlegu barni til að vera kjurt í mánuð, s.s verið að passa litla viðbeinið. Þegar ég var komin í föt leit ég svo út eins og vel stæltur sterakrakki.
Einu sinni tognaði ég líka í hálsinum eftir að hafa verði á fullu í klessubílum í tívolíinu í Köben.
Ég mun seint gleyma því þegar ég skallaði samherja minn svo svakalega í fótboltaleik (eftir að hafa verið inná í 5 mín) að ég fékk myndarlegan skurð við aðra augabrúnina en samherjinn endaði með vör á stærð við gogginn á Andrési Önd sem þurfti að sauma. Skemmtilegt að segja frá því í leiðinni að annar samherjinn(hjúkrunarnemi í dag) sem brunaði með okkur á slysó endaði í gólfinu þegar verið var að sauma mig saman. Það bara leið yfir hana blessaða og sú með vörina fór að kjökra og ég lá þarna og sá ekkert því ég var með eitthvað fyrir andlitinu, ég tók það af og sast upp til að ath hvað væri eiginlega í gangi, en þá varð læknirinn brjálaður. Maður verður víst að liggja alveg kjurr.


Það er fullt meira hægt að bæta við þennan lista en ég held þetta sé bara komið gott. Það er augljóslega ekki nokkur leið fyrir mig að meiðast eða slasast á hetjulegan hátt. Fyrsta bindið af heimskupörum Guðlaugar mun koma út fyrir næstu jól. Sprenghlægileg en um leið alvarleg óheppnis saga.

Tjá bella.

4 ummæli:

Sæja sagði...

Hrakfallabálkurinn Guðlaug Björk. Mikið var nú samt gaman að lesa þetta og hlæja yfir óförum þínum.

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHA ég er í kastinu!! Þú ert yndislegur hrakfallabálkur...

Bara ein spurning... með hverjum varstu að fíflast þegar þú meiddist svona illa?

ég held að þetta sé smitandi, rétt áður en ég var að ýta á publish kom Hannes fram með blóð niður á enni, rak sig í hillu. Þetta er eitthvað við Ágústbörn

Steinunn sagði...

Hehehe já þú ert dugleg að slasa þig á lúðalegan hátt!:D

Sella sagði...

Haha algjör SNILLINGUR Gvuuððððlaauuuugggg ;)