Ískápurinn minn hefur verið tómur lengi. Eða kannski ekki alveg tómur en allavega ekkert nema kannski fullt af hálftómum sótavatnsflöskum og einn piparostur í honum. Í dag þegar ég var að læra langaði mig svo rosalega í eitthvað sætt og gott að narta í. Ég er eiginlega búin að hugsa það alla vikuna hvað mig langar í eitthvað en langar samt ekkert....og opna ekki ískápinn því ég veit að það er ekkert í honum. Fer svo upp til ömmu ef mig vantar eitthvað til að svala þorstanum tja og hungrinu um kvöldmatarleitið. Nice. Kormákur Knútur bíll er bilaður og ég hef því tekið strætó en ég nenni nú varla í strætó til að kaupa nammi, þarf líka að nota klinkið sem ég á til að borga í strætó (er ekki búin að ná í námsmannastrætókortið í skólanum). Kormák endurheimti ég hinsvegar af bílaspítalanum á morgunn, það verða fagnaðarfundir...þó að blessaður hafi bara farið þangað í dag. En á leiðinni í pústþjónustna datt undan bílnum einhver kútur kenndur við hljóð hélt ég en hann er víst enhvernvegin öðruvísi Kútur. Þetta var skondin reynsla og á mig var mikið glápt og ég setti ákveðna hindrun fyrir bílinn sem var fyrir aftan mig með þessum stælum. En Kormákur hljómaði eins og 75 ára gömul dráttarvél. Mjög skemmtilegt.
En já aftur að ískápnum og aðal pointinu með þessari undarlegu bloggfærslu. Já mig langaði semsagt í eitthvað sætt í dag og hugsaði með mér "hei ég á ritzkex" og svo "hei ég á piparost" Svo opnaði ég ísskápinn sem ég var ekki búin líta inní í 3 daga og viti menn mikið var ég glöð. Ég á ENNÞÁ PÁSKAEGG.
Hvernig gat ég súkkulaðisnúðurinn gleymt elskulega RISAPÁSKAEGGINU MÍNU sem ég opnaði sko á undan páskunum því það var svo stórt og girnó. Ég fékk s.s í gjöf fallegt og ljúffengt nóa egg nr 7 og það er rétt rúmlega hálfnað og fullt af nammi eftir líka. Það fer hver að verða síðastur í smakkið hjá mér.
Þar með er það komið til skila loksins, með löngum aðdraganda og smá údúrdúr. (djöfull er asnalegt og erfitt að skrifa seinastaorðið þarna á undan punktinum, eins gott ég las yfir því fyrst skrifaði ég údúrTúr) Say what??
Tjá tjá.
fimmtudagur, 27. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég er í kastinu yfir þér sykurpúði!! hehehehehe langt síðan ég las svona útúrdúrs grein :)
By the way, takk fyrir gærkvöldið :)
Þú ert ágæt. Mikið var nú gott og gaman að þú kíktir á okkur á föstudaginn. Annars hefðum við verið í threesomi alla helgina og það er ekki hollt.
Gaman að hitta þig áðan ljúfan ;)
Skrifa ummæli