sunnudagur, 11. maí 2008

Þankagangar konunnar

Það sem ég hef komist að um sjálfa mig að undanförnu er þetta:


  • Ég er ekki eins klár í dönsku og ég hélt.
  • Bláa Lónið er hreinn unaður og mér er alveg sama hvað kostar í það.
  • Ég hélt fyrirlestur á ráðstefnu um B.A verkefnið mitt án þess að stama og er sniðug að tala.
  • Danski hreimurinn minn er awesom...þó orðin séu fá í kollinum
  • Ég get alveg farið snemma heim.
  • Sumir eru easy crowd og ég geri í því að segja fimmaurabrandara við þannig fólk. Finnst greinilega gaman að láta hlæja af mér.
  • Ég á það til að öskra af óþörfu á fólk. í mínum huga var þetta grín. Í huga annarra er þetta agalega óþolandi.
  • Mig langar mest af öllu í lítinn ísbjörn fyrir gæludýr
  • Þegar ég brosi ekki þá lít ég út eins og ég sé brjáluð. Sem er soldið gott því loksins get ég fengið fólk til að vera hrætt við mig
  • Gúllas er ekki gott fyrir fólk með bakflæði. Ég hefði getað dáið.
  • Ég fór í tolleringu og hafði gaman af...var ekki hrædd.
  • Ég get verið ráðrík og mikið er ég ánægð með það. Afhverju sagði mér það enginn.

tjátjá í bili

4 ummæli:

Steinunn sagði...

haha tékkaðu á mínu bloggi! það er alveg eins;) great minds think alike...;)

Sæja sagði...

hehe þið eruð smellnar....eða eitthvað.
Gott að þú ert að kynnast sjálfri þér Gulla mín. Ekki seinna vænna.

Nafnlaus sagði...

He he he þetta var æðisleg vika... Ég er svo stolt af því að þú hafir getað setið ein í bíl með grænlendingum alla leið í bláa lónið og til baka! Klapp á bakið hennar Gullu ;)

Ég bíð spennt eftir tónlistarfræðslu pakkanum enda má ég ekki missa af neinu, you know!

Mundu Gullið mitt að það er Háskólaball á föstudaginn... reyndu allt til að koma, það verður klikkað fjör :)

Guðlaug Björk sagði...

þakka ykkur fyrir kommentin stúlkur.

Því miður Jóhanna mín þá hef ég mjög mikilvægu starfi að gegna næsta föstudag. En þá er stærsti viðburður ársins í vinnunni minni sem ég vil helst ekki missa af og þar að auki ekki vel séð að byðja um frí vegna djamms. Sorry men bara later.