þriðjudagur, 2. september 2008

Road trippin

Ja themalagid okkar ferdalanga nuna er Road trippin med Red hot chillipeppers.

Nuna erum vid bunar ad vera a Nyja Sjalandi sidan 30 agust. En adur en eg segji nanar fra thvi er kannski mal ad gera sma update af Bali og flugvellinum i Singapore.

A Bali heimsottum vid nokkra baeji .....I fjallabaenum leigdum vid vespur og brunudum upp i fjoll og skruppum medal annars i filagard og skodudum allskonar gomul musteri og fl sem er eldra en Island. Eg hlunkurinn datt af vespunni thvi eg nadi ekki beygju og i thokkabot var laeknirinn aftan a. En thetta var nu ekki storslys heldur meira fyndid svona eftir a. Ferdin var engin og eg rispadist orlitid en thokk gyllinaedakremi Onnu sem er lika graedismyrsl tha er rispan farin. (p.s Anna er ekki med gyllinaed). Nu annan daginn i fjallabaenum forum vid i 3 klst hjolreidatur um fjoll og fyrningd og hrisgrjonaakra og eg veit ekki hvad hvad og sidan beint i river rafting. Heljarinnar dagur med tilheyrandi strengjum.
Vid heldum svo aftur a turista, solastrandastadin okkar Kuta og chilludum i solinni og tokum eitt stykki brimbrettakennslu.....tad var ekkert sma gaman og ju min nadi ad standa um 10 sekundur sirka. Thetta er pinkuerfitt hehe
En tha ad besta flugvelli i heimi sem er i Singapore. En vid flugum thangad fra Bali til ad taka flug til Sidney og omg vid sem attum ad dusa tharna i goda 11 tima sirka. Timinn flaug fra okkur thvi tad var svo gaman. Nenntum ekki ut i Singapore sokum vedurs. Flugvollurinn er eins og 6 smaralindir med thremur terminal. Tarna voru skemmtilegar budir fyrir kaupoda, sjonvorp ut um allt, play- eria med leikjatolvum, biosalir, nuddtaeki, likamsraekt og so on. Flugvelarnar eru lika svo skemmtilegar ad eg nyti ekki timan i ad sofa thegar vid forum i naeturflug heldur horfi eg a fulllt af biomyndum og thattum sem eg ma omogulega missa af i einkasjonvarpinu minu. (Sjonvarpssjuklingur), ja og spila nokkra gamla nintendo tolvuleiki.
En annars tha stoppudum vid einn solarhring i sidney sem er frabaer borg tho vid hofdum stoppad stutt.

Nyja sjaland ja. Vid gistum a hosteli fyrstu nottina i baenum christchirch (kristinkirkja). En svo leigdum vid okkur husbil sem er litill van og hofum road tripp sem stendur enn. Her er kalt og gott eins og a islandi. Vorid er ad byrja svo tad er eins og um mars april heima. Adur en vid heldum af stad a bilnum fengum vid alvarlegt kaupaedi a utivistarfatnadi. Eg allavega var ekki med mikid af hlyjum fotum, eigilega engin. Svo eg var smitud af utivistarfatasyndromi systranna. Eg keypti mer allann gallann bara, ulpu, buxur, hufu og fodurlandsfot. Og thaer keyptu slatta lika. Heppilegt ad sumarid er ad byrja her svo vid lentum i svaka utsolum hehe. Jaeja road trippid hefur gengid vel og mjog thett sofid, erum innpakkadar i svefnpokum eins og litlir krakkar i vagni og getum okkur litid hreyft. Notalegt.
Mal malanna er tho ad i gaer forum vid a snjobretti. Er semsagt buin ad fara a sand-, brim og snjobretti a taepum 3 vikum i einu ferdalagi. Naest verdur tad seglbretti. Tetta var ogedslega gaman. Stelpurnar kenndu mer beisik tokin og eg for nokkrar ferdir i litilli barnabrekku og skellti mer svo i stolinn. Eg var svo mjog stollt thegar brettaleigustelpan komst ad thvi ad eg hefdi verid ad laera thetta sama morgunn og sagdi skirt og greinilega ......NOT GOOD....EXILENT. Thonnsystur eru semsagt godir kennarar. En thetta var theirra 3 skipti held eg a bretti.
Hei ef einhver a bretti til solu sirka 140 cm (ja eg er litil)....tha er eg liklegur kaupandi og sko og bindingar.
Planid er ad roadtrippa godan hring og fara svo til cook islands. Thetta eru samtals 6 dagar sem vid roadtrippum. Utileiga i Nyja Sjalandi er ekki olik utileigum a islandi. Voknum alltaf i rigningu t.d. Tad sem er likt med NS og Islandi er
  • Her eru kindur i haga og fjollum
  • Mikid af beljum lika
  • Thjodvegirnir alveg eins
  • Folkid naestum jafn fallegt....djok
  • Vedurfar outreiknanlegt

Jaeja laet thetta naeja i bili.

Eg gleymdi snurunni af myndavelinni svo eg get ekki sett inn myndir en minni a myndasidu a Onnu bloggi.

Va eg er med gedveika strengi eftir bretta-rennid i gaer haha.

Tja tja

sunnudagur, 24. ágúst 2008

Surfstadurinn Bali.

Hellu.
Sit her a netkaffi i fallegum fjallabae a Bali og fylgist med tolum ur handboltaleiknum a mbl.is. Ferdafelagar minir nenntu thvi nu ekki. Eg fae nyjar tolur a 30 sek fresti svo tad er agaet ad madur bloggi nu lika pinku pons.

Nu vid erum bunar ad vera her a Bali sidan 20 agust minnir mig. Vorum thar adur i Singapore, nadum thar einni nott en tveimur dogum. Eydimerkursafariid a Dubaii var aedibiti. Vorum i eydirmorkinni i 46 stiga hita seinni part dags eda kl 18 held eg. Forum a sandbretti sem eg var leleg a haha. Gistum svo i campi undir berum himni sem var klikkad flott. Vorum einar ur safariinu sem gistum en annars voru tharna med okkur fullt af korlum sem vinna tharna.
Singapore er svo hrein ad meira ad segja er metroid og adrar almenningssamgongur skinandi af sapu. Hrein og litrik borg med meiru.

Annars taumlaus gledi buin ad vera her a Bali og eyjabuar soluodir, kurteisir, humoristar og sibrosandi. Allt kostar ekki neitt herna.
Tad sem er buid ad vera ad gera er m.a
  • Stelpurnar fengu kofunarrettindi
  • Gulla for i nudd a medan a hotelinu
  • Gulla brenndi sig a bakinu i fyrsta sinn
  • Vorum fataekar i strandbae i gaer thvi thar er enginn ATM og enginn posi. (btw a strond thar sem er faranlega falleg var heimsmeistaramot i surfi fyrir 3 vikum) bordudum banana og drukkum vatn.
  • Anna og Hjordis hafa talad vid hvor adra i svefni mer til mikillar skemmtunar
  • Tad er buid ad bjoda i lokkana mina tvo, tvaer konur vildu endilega fletta tha og gefa mer gerfineglur i ollum regnboganslitum
  • Alltaf verid ad bjoda manni nudd herna.
  • Svafum a hoteli i gaer thar sem veggirnir eru gerdir ur bambusi eda eitthvad. Tvi fekk eg einka tonleika fra manninum i naesta herbergi medan eg var i sturtu. Ansi notalegt.
  • Gulla thydir Sykur a indonesisku. Stelpurnar eru farnar ad kalla mig tad.
Jaeja meir seinna
aetla ut bless.

sunnudagur, 17. ágúst 2008

Hiti og sviti i Dubai

Hallo hallo.

Vid erum nuna staddar i Dubai thar sem hitinn hefur farid upp ur ollu valdi fyrir folk fra Islandi. Vid lentum her kl 7 i gaermorgunn eftir langt flug fra London. Thegar flugstjorinn sagdi okkur ad hittin her svona snemma morgunns vaeri 38 gradur thaut vangavelta um huga mans um tad hvernig hitinn skildi nu svo vera thegar lida taeki a daginn.
Vid stigum ut ur flugvelinn og an grins mer leid eins og i gufubadinu a laugarvatni. Rakin er svo svakalegur ad tad er erfitt ad anda jafnvel og hitinn hefur liklega farid allavega i 45 gradurnar plus allan thennan raka. Her i borg er enginn uti a vappinu nema vid audvitad. Tad halda sig allir innandyra enda ofa mollin her a svaedinu. Vid forum i eitt slikt i gaer til ad kaela okkur eftir ad vid hofdum farid a runt um allt med leigubil og bilstjorinn sagdi sogur og skemmtiefni af stadnum sem eg missti vist af thvi eg steinsofnadi. Eftir ad hafa verid i mollinu i dagodan tima akvadum vid ad verda hetjur og fara ut ad ganga og finna strondina til ad geta kaelt okkur i heita sjonum. Adur en eg held afram er agaett ad minnast a ad thetta er muslimariki og ekki vel sed ad konur seu lettklaeddar thannig ad vid vorum allar i buxum en ekki sens ad vid vaerum i einhverju meiru en hlirabol ad ofam. Vegna thessa ad vid teljum hofum vid fengid frekar slaema thjonustu a hostelinu okkar og einhvernveginn halfgert virdingaleisi og enga thjonustulund.
En aftur ad strandarferdinni. Leidin thangad heit og i einhverstadar saum vid loka straetoskili og Anna hugsadi bara ef tad vaeri loftkaelt. Vid forum inni tad og vorum svo gladar thegar kuldin tok a moti okkur. Nuna kollum vid straetoskili litla kaeliskapa sem eru her a hverju horni neastum haha. vid komumst a strondina svo sveittar med fotin ogedslega limd vid okkur. Eg er ekki fra thvi ad hittinn og rakinn geri thetta ad 50 og eitthvad stiga hita. Vid fundum salerni vid strondina og forum i bikini, nota bene tad var varla sala a strondinni fyrir utan kannski otholandi egypta sem var sifelt ad bydja mig ad kenna ser ad synda og fljota a bakinu. I sma stund foru stelpurnar ur sjonum og naest tegar taer litu a mig var eg i fadmlogum vid manninn. Eda hann i fadmlogum vid mig. Hann greyp fast um mig allt i einu og sagdist ekki kunna ad synda og eg nattla for ad hlaeja vandraedilega reif mig fra honum og ur sjonum. Eg bara va ertu halviti tad var svo grundt ad hann stod krjupandi i botninum. Vid erum mikid bunar ad hlaeja af thessu atridi. A hostelinu deildum vid svo herbergi med tveimur konum,onnur fra afganistan og hin fra asiulandi sem eg man ekki hvad heitir. Vid nadum thvi midur ekki ad blanda miklu gedi vid thaer thvi ljoskurnar fra islandi akvadu ad fara senmma ad sofa og svafum hatt i 14 tima eda eitthva. Annars erum vid nuna ad bida eftir ad vid verdum sottar til ad fara i safariid. Erum mjog spenntar fyrir thvi sandbretti og ulfaldar og ad sjalfsogdu faranlegur hiti. Hei allt hostelid er trodfullt af fotboltastrakum a ollum aldri sem fara aldrei i fotbolta ad vid holdum thvi tarna er mikid sungid og trallad allan solahringinn og kannski rolegt milli 3-6 a notinni hahahaha. En teir eru alltaf i ollum fotboltagallanum.

Mjog svo ahugaverdur stadur med helling af flottum byggingum en ogerlegt ad vera uti thvi midur og vegna thessa hefur madur kannski ekki nad ad sja sem flest ja og lika thvi eg sofnadi i leigublinum thegar vid fengum tour um adalstadi borgarinnar. Tori ad vedja ad tad komi Ingunni ekki a ovart thvi eg var alltaf sofandi i lestum a interraili her um arid.

jaeja tja tja blogga sidar. naesti afangastadur er Singapore a morgunn og svo Bali ujeee

fimmtudagur, 14. ágúst 2008

Ferðalagið er að hefjast

Loksins Loksins er komið af stóra ferðalagi Þonnsystranna og Gullu eftir eins árs meðgöngu með tilheyrandi tilhlökkun. Brottfarardagurinn er að morgni 15. ágúst og verður flogði til London. Síðar sama dag eða um kvöld verður svo flogið til Dubai. Helgin mun fara í eiðirmerkursafarí þar í landi og meðal annars farið á sandbretti. (snjóbretti á sandi)



Ég/við munum reyna að rita reglulega skemmtilegar ferðasögur og kannski láta nokkrar myndir fylgja með fyrir forvitna. Ég bendi á link hér til hægri á bloggið hennar Önnu Þonn.....þá geta gestir og gangandi fengið tvær mismunandi útfærslur af ævintýrum okkar. T.d ætla systurnar að fara á svaka köfunarnámskeið í þrjá daga á Bali og fá þannig einhver réttindi á meðan kjúklingurinn Guðlaug mun fá smjörþef af köfun í sundlaug og jafnvel í sjónum ef sumir treysta sér í það yfir höfuð.
Smelti hérna af myndum af okkur ferðafélugunum


Við Anna á góðri stundu fyrir löngu síðan

Dr Hjördís með bikarinn góða á pollamótinu í sumar.

Tjá bella er farin að huga að pökkun í bakpoka.

þriðjudagur, 8. júlí 2008

Linkar til Steinunnar.

Þessir linkar eru sérstaklega ætlaðir Steinunni Hafsteinsdóttur. Vonandi fær hún unaðslega nostalgíu tilfinningu.

Ég veit að það á að vera hægt að setja youtube myndband hér inn...en óþolandi youtube vill ekki þekkja bloggið mitt eða eitthvað svo ég nenni ekki að standa í þessu lengur. Ég skora þó alla eindreigið til að klikka á þessa tvo linka þó þeir séu líklega bara að fara hlýja henni Steinku litlu um hjartarætur.....en hver veit, kannski eru þið fleiri þarna úti með áhuga á þessu. Allavega ekki ég. En það er þó ansi líklegt að einhverjir eigi eftir að fella tár hvort sem er úr gleði eða sorg.

Enjoy people.

http://youtube.com/watch?v=SFgjDyO2z5M

http://youtube.com/watch?v=4z2sV8qSt0k&feature=related

þriðjudagur, 10. júní 2008

Plön sumarsins, útskrift, EM og Heimsreisa

Að gefnu tilefni vil ég minna hina gríðarmörgu lesendur bloggsins á að ég mun útskrifast næstkomandi laugardag og setja þar með lokahnikk á Þroskaþjálfanámið en það er víst ekki þar með sagt að ég sé orðin löggildur þroskaþjálfi. Nei það er nú ekki svo gott því það þarf víst að sækja um starfsleyfi hjá Heilbrigðisráðuneytinu af öllum stöðum. Maður myndi halda að starfsleyfi þyrfti að sækja hjá Félagsmálaráðuneyti eða bara ekkert vera að því yfir höfuð, er skírteyni úr skólanum ekki nóg??? Furðulegt system.
En aftur að útskriftarhelginni góðu. Við Steinunn og Jóa munum bjóða til svaka partys á Café Victor fyrir gesti og gangandi sem tengjast okkur. Þar munu verða boðið upp á veitingar í formi drykkja er nefnast bjór. Mjög gott. Svo á sunnudag verður öllu dannaðri veisla fyrir fjölskylduna á vinnustað föður míns og bróður. En þannig er nú það að hún átti líka að vera á laugardag en eitthvað var knappur tími vegna annarra funda og veisluhalda í salnum.



EM farið á fullt og mikið var nú gaman í gær þegar liðið mitt vann 3-0. Já ég svík aldrei mína menn í Hollenska landsliðinu. En með þeim hef ég haldið frá því ég man eftir mér. Átti Hollenska landsliðsbúininga með Marco Van Basten og Gullit. En þeir voru mín átrúnaðargoð í upphafi fótboltaáhugans um 6 ára býst ég við. Svo voru þeir náttla báðir í gullaldarliði AC-Milan sem maður heldur enn með í Ítölsku deildinni. Good times.



Hér eru þeir félagar á góðri stundu árið 1988. Ég átti einmitt nákvæmlega svona búning.

Marco Van Basten í dag orðin virðulegur þjálfari Hollenska landsliðsins. Svona í lokin þá er gaman að geta þess að það styttis og styttist fáránlega í ægilega skemmtilegu heimsreisu mína og Þonn-systra. Ég veit í sjálfu sér voða lítið um það ferðalag nema að ég fer 15 ágúst og kem einhverntíman í lok sept. Og jú ég veit að vísu hverjir áfangastaðir eru en er ekki alveg með á hreinu í hvaða röð. Já það er ansi gott að fara að ferðast með þaureyndum konum sem eru búnar að skipuleggja þetta allt saman...ég bara borga og fer með og hlíði. Eitt sem væri þó gaman að prufa þarna í útlöndunum er að fara á skíði í Dubaii. Það hljómar svo súrealískt. En í Dubaii er innandyra skíðahöll. Gaman af því.

sunnudagur, 1. júní 2008

Óþægilegur e-póstur

Endrum og eins hefur maður fengið skrítin tölvupóst.
Inboxið í einu netfanginu mínu er alltaf stútfullt af facebook-dóti eins og hjá mörgum öðrum.
Það allra fáránlegasta fékk okkur Steinunni til þess að velltast um af hlátri einn daginn á bókasafni Kennó. Við vorum orðnar gegnsúrar og brenndar á heila af lærdómi svo það þurfti ekki mikið til að fá okkur til finnast eitthvað fyndið. En hér eru subjeckt í tveimur e-póstum frá facebook.

  1. Gudlaug;Jesus sent you a note
  2. Gudlaug; Jesus sent you a flirt request.

Já þar sem ég hef efast stundum um tilvist Guðs og sonar hans þá ætti þetta kannski að vera hint. Amen.

p.s Indónesía er ekki lengur á dagskrá. Ferð umhverfis jörðina á 5 vikum hefst þann 15. ágúst. Djöfull verðu gaman og klikkað. Verð því vant við látin vegna mikillar vinnu í sumar hihi. Stelpan er í tveimur vinnum í sumar..... já og reyndar verð ég alveg í þremur í smá tímabil.

Tjá tjá later.

mánudagur, 19. maí 2008

Fátt fyndnara en þetta


Hversu svalir, ógvekjandi og einbeittir eru menn á alvöru krossara 3,5 ára
Það ríkur úr tryllitækinu svo hratt er keyrt í moldinni

sunnudagur, 11. maí 2008

Þankagangar konunnar

Það sem ég hef komist að um sjálfa mig að undanförnu er þetta:


  • Ég er ekki eins klár í dönsku og ég hélt.
  • Bláa Lónið er hreinn unaður og mér er alveg sama hvað kostar í það.
  • Ég hélt fyrirlestur á ráðstefnu um B.A verkefnið mitt án þess að stama og er sniðug að tala.
  • Danski hreimurinn minn er awesom...þó orðin séu fá í kollinum
  • Ég get alveg farið snemma heim.
  • Sumir eru easy crowd og ég geri í því að segja fimmaurabrandara við þannig fólk. Finnst greinilega gaman að láta hlæja af mér.
  • Ég á það til að öskra af óþörfu á fólk. í mínum huga var þetta grín. Í huga annarra er þetta agalega óþolandi.
  • Mig langar mest af öllu í lítinn ísbjörn fyrir gæludýr
  • Þegar ég brosi ekki þá lít ég út eins og ég sé brjáluð. Sem er soldið gott því loksins get ég fengið fólk til að vera hrætt við mig
  • Gúllas er ekki gott fyrir fólk með bakflæði. Ég hefði getað dáið.
  • Ég fór í tolleringu og hafði gaman af...var ekki hrædd.
  • Ég get verið ráðrík og mikið er ég ánægð með það. Afhverju sagði mér það enginn.

tjátjá í bili

mánudagur, 28. apríl 2008

Passið ykkur.

  • Þessu skilti er ég búin að koma fyrir á hliðinu í garðinum...alltaf eitthvað bölvað lið að stytta sér leið og um leið á þessari leið þeirra í gegnum garðinn verð ég leið því ég hrekk alltaf í kút við þessa truflun. En ég er að sinna mikilvægum hlutum eins og lærdómi í léttum klæðnaði.



  • Nú er ég búin að breyta um stíl svona rétt á meðan skólinn er að klárast. Það yrðir engin á mig af ástæðulausu. Þráðurinn er stuttur í þessari. Steinunn hefur komist í raun um það og grætur enn vegna þess.

  • p.s af þessari færslu má m.a draga þann lærdóm að orðið "leið" getur haft margar merkingar. Það er aldrei of oft notað.
Gulla has spoken.

sunnudagur, 20. apríl 2008

Draumurinn.....

Draumabíllinn er fundin. Kannski aðeins of lár fyrir íslenskan vetur. Stefni á því að næla mér í hann og krúsa hringinn í kringum landið.




Þessi litli krulluhundur er þrjóska dagsins.

Tjá tjá nú er að rífa sig upp á rassgatinu og halda áfram úje



þriðjudagur, 15. apríl 2008

Hvað á þetta að þýða????

Okey um miðjan júnímánuð í fyrrasumar var blíðviðrisdagur í vinnunni en þeir áttu eftir að verða fleiri þetta sumar. Alla vega þessum degi eiddum við að mestu leyti í nauthólsvíkinni en við gengum fram og til baka og sólin skein skært. Þennan dag fékk ég svaka tan á upphandleggina en var því miður í stuttermabol þannig að það myndaðist þetta flotta bændabrúnku-stuttermabolafar þó mun meira á hægri handlegg. Ég var með þetta far allt sumarið og fram á haust...ég man meira að segja þegar ég var í Köben í oktober að Eva var að hlægja að þessu. Þetta hefur dofnað smám saman í vetur og ég var búin að steingleyma þessu þangað til á sunnudagskvöldið. Ég fór í EINN ljósatíma og um kvöldið tók ég eftir því að ég var orðin rauð í framan og alstaðar og það sem meira er FARIÐ VAR KOMIÐ AFTUR (á annan handleggin). WHAT THE FUCK.
Hversu mikið NÖRD er hægt að vera. ojjjj þetta er ekki smart. Ég ætla að fara aftur í ljós og þá mun ég vera með hanska sem nær næstum upp að öxlum.
Uhhh kannski einfaldara að fá sér brúnkukrem og bera bara á þann stað sem farið er.

laugardagur, 5. apríl 2008

Það er aldeilis


Já hvað skal skrifa núna.


Hvernig stendur á því að í hvert skipti sem mikið er að gera í námi þá þjást allir af ritstíflu á hæðsta stigi. Afhverju fær maður ekki ritstíflu þegar maður þarf ekkert að skrifa stóra, flotta og fullkomna ritgerð. Og það sem meira er þá er ekkert jafn skemmtilegt og að skrifa eitthvað bull á eitthvað blogg, nú í veikri von um að losa stífluritið. Ég er að hugsa um að fá mér einkaritara eins og Hr Laxness gerði stundum. En mér skilst (veit ekki hvort sé satt eða ekki) að Frú Laxness hafi svotil verið ritari mannsinns síns. Hún skrifaði semsagt niður það sem hann sagði þannig að hún á því mikinn heiður af hans skáldsögum ef þetta er rétt. Þetta heirði ég þegar ég fór í smá heimsókn með skólakrökkum á Gljúfrastein fyrir nokkrum árum. Svo hér með auglýsi ég eftir einhverjum sem er til í að skrifa niður (í tölvu) hugsanir og þankaganga mína í lítilli Lokaritgerð. Ég mun borga í Evrum.


Fékk ánægjulegar fréttir í gær. En 6. litli frændi minn í móðurfjölskyldunni fæddist 04.04.08 æðislega fallegur að sjálfsögðu. Algjör strákafjölskylda :)


Nú svo var ég að uppgvöta skemmtilega stelpuþætti. Annar er á skjá 1 lipstick jungle og svo hinn cashmere mafia er ekki sýndur hér á landi. Hef þó meira séð af þeim síðarnefnda. Það er voðalega gott að gefa sér 1-2-3 þætti í verðlaun eftir lærdómsdag. Þeir eru gullrótin mín í lok dagsins. tjaaa eða truflunin í miðjum degi haha
L.J C.M


See ya

fimmtudagur, 27. mars 2008

Stóra ísskápsmálið

Ískápurinn minn hefur verið tómur lengi. Eða kannski ekki alveg tómur en allavega ekkert nema kannski fullt af hálftómum sótavatnsflöskum og einn piparostur í honum. Í dag þegar ég var að læra langaði mig svo rosalega í eitthvað sætt og gott að narta í. Ég er eiginlega búin að hugsa það alla vikuna hvað mig langar í eitthvað en langar samt ekkert....og opna ekki ískápinn því ég veit að það er ekkert í honum. Fer svo upp til ömmu ef mig vantar eitthvað til að svala þorstanum tja og hungrinu um kvöldmatarleitið. Nice. Kormákur Knútur bíll er bilaður og ég hef því tekið strætó en ég nenni nú varla í strætó til að kaupa nammi, þarf líka að nota klinkið sem ég á til að borga í strætó (er ekki búin að ná í námsmannastrætókortið í skólanum). Kormák endurheimti ég hinsvegar af bílaspítalanum á morgunn, það verða fagnaðarfundir...þó að blessaður hafi bara farið þangað í dag. En á leiðinni í pústþjónustna datt undan bílnum einhver kútur kenndur við hljóð hélt ég en hann er víst enhvernvegin öðruvísi Kútur. Þetta var skondin reynsla og á mig var mikið glápt og ég setti ákveðna hindrun fyrir bílinn sem var fyrir aftan mig með þessum stælum. En Kormákur hljómaði eins og 75 ára gömul dráttarvél. Mjög skemmtilegt.
En já aftur að ískápnum og aðal pointinu með þessari undarlegu bloggfærslu. Já mig langaði semsagt í eitthvað sætt í dag og hugsaði með mér "hei ég á ritzkex" og svo "hei ég á piparost" Svo opnaði ég ísskápinn sem ég var ekki búin líta inní í 3 daga og viti menn mikið var ég glöð. Ég á ENNÞÁ PÁSKAEGG.
Hvernig gat ég súkkulaðisnúðurinn gleymt elskulega RISAPÁSKAEGGINU MÍNU sem ég opnaði sko á undan páskunum því það var svo stórt og girnó. Ég fékk s.s í gjöf fallegt og ljúffengt nóa egg nr 7 og það er rétt rúmlega hálfnað og fullt af nammi eftir líka. Það fer hver að verða síðastur í smakkið hjá mér.

Þar með er það komið til skila loksins, með löngum aðdraganda og smá údúrdúr. (djöfull er asnalegt og erfitt að skrifa seinastaorðið þarna á undan punktinum, eins gott ég las yfir því fyrst skrifaði ég údúrTúr) Say what??
Tjá tjá.

fimmtudagur, 20. mars 2008

.................smá blogg

Kannski tími til að blogga örlítið.



Skólinn er í hámarki þessa stundina og maður hefur engan tíma eða löngun til að hugsa um öll þessi verkefni en ég veit þetta reddast allt á endanum með pressu og næturlærdómi svona undir lokin svo ég er ekkert að stressa mig. Enda hefur annað og mun mikilvægara átt hug mans allan síðustu vikur. Ég vil þakka fyrir allar þær hlýju kveðjur sem ég hef fengið í sms, msn, myspace og í eigin persónu. Það eru fjölmargar leiðir til að nálgast fólk nú á dögum sem er hið besta mál.



Nú þarf að spíta í lófana og nýta páskafríið í B.A verkefnið og fleira. Verð því vant við látin þó maður geri sér dagamun og skreppi til brósa í ljúffengan málsverð. Hann lumar víst á helling af dýrindis uppskriftum sá ég í nokkrum blöðum nú á dögunum. Það er ekki verra. Svo kom hún Eva danska og hele famelien alveg óvænt á vora ástkæru fósturjörð þannig að planið er að skreppa til Veru eitt kvöldið og mæla sér mót við Evuna, bumbuna og jafvel Sindrann manninn hennar.


laugardagur, 1. mars 2008

Er ekki komið gott af asnaskap

Var í vinnunni í vikunni og endaði óvart á slysó. Einhverra hluta vegna stakst kúlupenni inn í innanverðan framhandlegginn á mér með þeim afleiðingum að það fossblæddi eins og tappi hafði verið tekin í burtu. Það er semsagt gott blóðflæði í hægri handlegg svo ekki er seinna vænna en að skella sér bara í blóðbankann þótt fyrr hefði verið. Ég ætla ekkert að vera að rekja það hvernig í ósköpunum þetta gerðist, en ég var allavega stunginn.....og hjálpaði sjálf til við það. Skrítið slys í fíflagangi og alveg óvart.
Mér leið hinsvegar eins og asna á slysó þar sem þurfti aðeins að sauma eitt spor og í leiðinni gaf hjúkrunarneminn mér titilinn minsti skurður vaktarinnar.
Ég held að þetta sé það allra fáránlegasta sem gerst hefur fyrir mig, jafnvel fáránlegra en þegar það kviknaði í hárinu á mér á Gauknum hér um árið þar sem einhver risi hafði askað síkarettuösku á kollinn á dvergnum Gullu. Það þurfit þó ekkert slysó neitt þá og mér var ekki vitund meint af nema þá að lyktin af brendu hári mínu var viðurstiggileg
Nú svo ég haldi áfram að segja frá asnaskap mínum þá dúndraði ég mér niður bratta íbúðargötu (Hvannhólmann) á keðju-og bremsulausu hjóli 5 ára gömul. Sú ferð endaði með ósköpum náttúrulega. Þetta var heitan sumardag svo maður var léttklæddur og fyrir tíð gríðarlegrar hjálmanotkunnar reiðhjólabarna. En þarna endaði ég með skurði á höfði, hnjám og höndum og viðbeinsbrot. Það þurfti að teypa marga hringi af sárabindum og dóti utan um axlir og hendur því það þótti ekki ráðlagt að treysta svo hreifanlegu barni til að vera kjurt í mánuð, s.s verið að passa litla viðbeinið. Þegar ég var komin í föt leit ég svo út eins og vel stæltur sterakrakki.
Einu sinni tognaði ég líka í hálsinum eftir að hafa verði á fullu í klessubílum í tívolíinu í Köben.
Ég mun seint gleyma því þegar ég skallaði samherja minn svo svakalega í fótboltaleik (eftir að hafa verið inná í 5 mín) að ég fékk myndarlegan skurð við aðra augabrúnina en samherjinn endaði með vör á stærð við gogginn á Andrési Önd sem þurfti að sauma. Skemmtilegt að segja frá því í leiðinni að annar samherjinn(hjúkrunarnemi í dag) sem brunaði með okkur á slysó endaði í gólfinu þegar verið var að sauma mig saman. Það bara leið yfir hana blessaða og sú með vörina fór að kjökra og ég lá þarna og sá ekkert því ég var með eitthvað fyrir andlitinu, ég tók það af og sast upp til að ath hvað væri eiginlega í gangi, en þá varð læknirinn brjálaður. Maður verður víst að liggja alveg kjurr.


Það er fullt meira hægt að bæta við þennan lista en ég held þetta sé bara komið gott. Það er augljóslega ekki nokkur leið fyrir mig að meiðast eða slasast á hetjulegan hátt. Fyrsta bindið af heimskupörum Guðlaugar mun koma út fyrir næstu jól. Sprenghlægileg en um leið alvarleg óheppnis saga.

Tjá bella.

laugardagur, 23. febrúar 2008

Ég var að spá.........



Ef einhver missir minnið en fær það svo aftur seinna , getur þá sá hinn sami munað að hann hafði gleymt öllu sem hann man aftur núna.


Fyndið þegar auglýst er ókeypis gjöf.........eru ekki allar gjafir ókeypis??????



Ef maður planar að hafa ekkert planað er maður þá búin að gera plan????



Orðatiltæki: Ekki er allt sem sýnist. Hvernig getur maður vitað að það er ekki eins og maður heldur ef maður fattar það hvort sem er ekki því maður sér það ekki.



Hversu trúverðugur er trúleysingi sem er látin sverja á biblíuna í vitnastúkunni í réttarsal......veit reynar ekkert hvort það sé gert á Íslandi en í USA allavega...er fólk allataf látið sverja á biblíuna þó svo það sé annars trúar eða trúleisingjar???

Sá hlær best sem síðast hlær..........nei sá sem hlær síðast er slow að hugsa

Er maður latur ef maður nennir ekki að gera ekki neitt.

Verið sæl og lifið heil

Bestu kveðjur GB

sunnudagur, 17. febrúar 2008

Myndmál

Guðlaug gerðist gríðarlega menningarleg síðasta fimmtudag og fór með stöllum úr bekknum á shusi stað og í leikhús. Sáum Baðstofuna eftir Hugleik og mikið var langt síðan ég hafði grátið. En ég grét úr hlátri í eitt skiptið. Ég mæli hiklaust með þessu leikriti, sem er skemmtileg afþreying.

Annars allt gott að frétta hér á Guðlaugarstöðum, hress og kát að vanda. Læt fylgja nokkrar skemmtilegar myndir úr amstri mínu.




Ýmir dúllubrauð




Brosin björtu











Anna McBeauty
Við Fjóla á leiðinni á 80´s galakvöld (eða ekki)...fengum lánuð föt úr fataskáp Önnu Þonn.

miðvikudagur, 13. febrúar 2008

Ferðalagið nálgast




























































































Það verður sko margt um að litast í Indónesíu fyrir okkur ferðalangana í haust. Ég googlaði náttúrulega myndir frá þessu fallega landi og ég er alveg að fara af límíngunum af spenningi. Það er deginum ljósara að það verður að bretta framm úr ermum og byrja að spara svo ekki þurfi að fara heim fljótlega. Hver veit nema við Steinka höldum áfram enn lengra og lærum að surfa í Ástralíu eða Nýja Sjálandi. Það væri ekki leiðinlegur endir á heimsreisunni. Ætli við getum ekki fengið bara styrk frá þroskaþjálfafélaginu...tjaa eða fjármálaráðherra um að kanna hvernig málefnum fatlaðra sé sinnt í þessum löndum...eða skoðað skólamálin. Já núna í þessum skrifuðu orðum fæ ég fína hugmynd. Við ferðalangarnir fjórir samanstöndum af einum lækni , einum samfélags/hagþróunarfræðing og tveimur þroskaþjálfum. Við gætum vel sótt um einhvern styrk til að rannsaka eða kanna einhverskonar samfélagsleg gildi fatlaðra í einhverju fjarlægu ríki með áherslu á heilbrigðisþjónustu og ríkjandi stjórn/menningu.
Jæja ef þið lesið þetta samferðakonur þá endilega velltið þessari hugmynd fyrir ykkur og þróið kannski ögn betur. Þetta gæti orðið gott efni í bók eða heimildarmynd......JÁ Því ekki það....það er fátt raunverulegra en bækur og heimildarmyndir.
over and out

fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Það var þá ekki að gömul kona kom mér til bjargar allra fyrst.

Það hefur verið ansi snjóþunkt þennan vetur hér á suðvesturhorninu. Elskulegi bíllinn minn hann Kormákur hefur verið ansi seigur þó hann sé komin til ára sinna og farin að bila endrum og eins. Í morgunn komst ég varla inn í bílinn fyrir snjó en Kormákur rauði bakkaði út um innkeyrsluna sem var eins og snjóhús eins og auðveldlega og að gefa stefnuljós til vinstri.
En innkeyrslan er soldið stór og við enda hennar er ávalt búið að skafa götuna (Skeiðarvog) þannig að við endann hjá mér situr ávalt stórt svart/hvítt snjófjall sem Kormákur litli smígur auðveldlega í gegnum eða nánast. M.ö.o þá hafði hann ekki fest sig þessa þrjá vetur sem við höfum búið þarna.

Í kvöld skrapp ég út í stutta stund og var að taka stefnuna inn að húsi frá götunni þegar Kormákur bara snarhætti að komast fram eða aftur. Svo mikið var fjallið orðið enda sá ég gröfuna sem var við það að skafa götuna enn einu sinni í dag yfirgefa staðinn þessa sömu stundu. Ég fór út og mat aðstæður og já það var svo troðið að snjó undir bílnum að ég varð að gjöra svo vel að fara á fjórar og byrja að moka alminnilega. Enga nógu góða skóflu fann ég nema álfægiskófluna hennar ömmu uppi á tröppum, hin var allt of stór. Svo var mokað og mokað og reynta að keyra en ekkert gekk.

Heill hellingur að bílum smeigði sér framhjá mér en enginn stoppaði þrátt fyrir að Kormákur væri hálfur úti á götu og ekki séns að skilja hann þar eftir, þá yrði allt brjálað. Ég hringdi í Mist sem á heima þarna í næstu götu en það var smá tími í hana (nýkomin úr baði) þannig að ég hélt áfram að grafa með fægiskóflunni. Eftir 30-40 mín mokstur heyri ég kallað á mig. Hinu meigin við götuna stendur lítil gömul kona með rauða stóra skóflu. Hún hafði tekið eftir mér og fannst agalegt að sjá mig svona eina með fægskóflu að vopni. Ég get svarið fyrir það að hún er ekki meira en 10 árum yngri en amma mín sem er 86 ára. Ég mokaði með skóflunni hennar og settist í bílinn og reyndi aftur og hún að ýta. Það gekk ekki. Konan mokaði þá eins og ég veit ekki hvað og ég grafaði með fægjaranum. Eitthvað var Kormákur farin að losna pínulítið og í þann mund sem ég ætlaði að bakka út stoppuðu tveir ungdir herramenn og þau þrjú hjálpuðust að við að ýta Kormáki vel og vandlega og ekki nóg með það heldur mokuðu þeir allt í burtu eftir að hann losnaði. Þvílíkir snillingar þetta fólk. Ég var svo glöð að ég var næstum búin að biðja um símanr hjá þeim fyrir hana Sæju (þorði ekki sorry sæja).

En svo kom ég inn og sagði ömmu sólarsöguna sem hafði auðvitað ekki orðið vör við neitt, feigin er ég annars hefði hún farið að ýta og moka líka komin á þennan aldur. Ég var sumsé komin inn til mín næstum klukkustund síðar. Nú mun ég sjálf ekki hika við að stoppa ef ég sé einhvern bíl fastan í snjó. Framhjá mér keyrðu heilu jepparnir og ég taldi meira að segja tvo Porcejeppa. Var fólkið í of fínum lakkskóm til að óhreynka sig. Ég hefði vel getað skroppið inn á náð í alminnilega föt fyrir þau.

Gamla góða konan átti ekki til orð yfir því að eingvir karlmenn kæmu og biðu fram aðstoð sína á öllum þessum bílum. Það er líka svo fáránlegt að svona 10-15 metrum frá eru umferðarljós og margir hangandi þar mínútunum saman á rauðu ljósi og pottþét horfandi á okkur í bakspeglinum. Svo komu þessir yndlælispiltar...og mikið var ég fegin að komast hér inn í hlíuna og rita þessa löngu sögu af raunum okkar Kormáks.
P.s Mist var ekki svona lengi á leiðinni ég hringdi náttla ekki í hana nærri strax. Hún var alveg að koma þegar allt reddaðist.


Takk og bless.

þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Hægri hluti heilans



Tók persónuleikapróf á netinu sem segir til um hvorn hluta heilans maður noti meira. Ég er hægri-heiluð. Þegar ég las niðurstöðuna kom hún mér ekkert á óvart. Maður þarf ekki svona próf til að segja hvernig maður er hehe. En gaman að þessu því þetta passar mjög vel við. Nú vil ég að fólk sýni mér ákveðin skilning á því hvernig ég er. Hægri heilinn er að stjórna að mestu leyti og því á ég erfitt með að tjá hugmyndir mínar munnlega (Kom t.d aldrei upp orði í munnlegum tungumálaprófum þó ég vissi allt) haha. Já og óreiðan og skipulagsleysi....blame on the right brain;)

Endilega takið prófið;)


Right Brain |||||||||||||||| 68%
Left Brain |||||||||| 40%
*results won't usually add up to 100% as this test measures each side seperately

Left brain dominant individuals are more orderly, literal, articulate, and to the point. They are good at understanding directions and anything that is explicit and logical. They can have trouble comprehending emotions and abstract concepts, they can feel lost when things are not clear, doubting anything that is not stated and proven.



Right brain dominant individuals are more visual and intuitive. They are better at summarizing multiple points, picking up on what's not said, visualizing things, and making things up. They can lack attention to detail, directness, organization, and the ability to explain their ideas verbally, leaving them unable to communicate effectively.

Overall you appear to be Right Brain Dominant

-----------------------------------------

According to Darwinian theory, optimal evolution takes place with random variation and selective retention. The evolution savvy individual will try many different approaches when faced with a problem and select the best of those approaches. Many historical intellectuals have confessed their advantage was simply considering/exploring/trying more approaches than others. The left brain dominant type suffers from limited approaches, narrow-mindedness. The right brain dominant type suffers from too many approaches, scatterbrained. To maintain balanced hemispheres, you need to exercise both variability and selection. Just as a company will have more chance of finding a great candidate by increasing their applicant pool, an individual who considers a wider set of options is more likely to make quality decisions.



Hér er prófið

föstudagur, 1. febrúar 2008

Nýr frændi


Miðvikudagskvöldið 30. Janúar ákvað bróðursonur minn nr 2 að láta sjá sig. Ég er því föðrusystir x2 í dag sem er mjög ánægjulegt. Drengurinn var svo komin heim til sín rétt rúmlega 1/2 sólahrings gamall. Að sjálfsögðu fór maður og kíkti á þá bræðurna og foreldrana rétt snöggvast yfir kvöldmatnum.



Stóri bróðir var án efa mjög áhugasamur um bleiuskiptingar og öðru sem fylgir nýfæddum bræðrum. Tók á móti mér með því að spyrja hvar læknirinn væri og bauð mér að sjá litla bróður sinn. Frænkan tók sér þó tíma til þess að kenna þeim eldri að flokka spilabunka í fjórar sortir. Byrja á grunninum áður en hann lærir olsen olsen.



föstudagur, 25. janúar 2008

Hversu gaman er í nýja partý og Co?

Vanntar allavega ekki gamanið hjá þessari, en leikmuni má nota á ýmsan óhefðbundin hátt. Alltaf stutt í grínið þegar góðir koma saman við spil og sprell

Eigið góða helgi og ég vil óska henni Særúnu Ósk Böðvarsdóttir innilega til hamingju með kvarthundraðið á morgunn. Vertu velkomin í klúbbin Sæsa mín.

mánudagur, 21. janúar 2008

Holtið góða

Hotel Holt fékk sér nýja og fallega eldavél um daginn en þar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á eldhúsinu undanfarið eða frá því á annan í jólum og lauk nú fyrir tæpri viku. Eldavélin er heilir fjórir metrar á lengd. Ekki amalegt tæki sem Friðgeir teiknaði sjálfur og lét smíða Franslandinu.

Á miðvikudaginn síðasta var svo skemmtilegt boð þar sem vel völdu fólki eins og mér, mömmu, ömmu, Söru Dögg og Julian Inga ásamt fleirum var boðið að skoða herlegheitin, snæða á gæsalifur, brauði, snittum og fleiru og fleiru. Þetta var satt að segja dýrindis fínerísisboð sem er afar Gullulegt ekki satt.

Þótti þessi atburður svo merkilegur að hans var getið á mbl.is, í ísland í dag og fleiri fjölmiðlum. Ég læt það tala sínu máli hér, en ég verð þó að viðurkenna að ég fór svolítið hjá mér og hef enga hugmynd um afhverju því það er ekki eins og ég sé þarna stödd í viðtölum og þau eru svo sannarlega ekki kjánaleg. En ég er þó afar stollt systir og dóttir.


http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1315196

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=c61bb


Julian fékk að sjálfsögðu að vera með í Ratatouille kokkagallanum sínum


Mont pistill búin og ekki laust við smá kjánahroll


miðvikudagur, 16. janúar 2008

Í kvikmyndahúsinu



Við Fjóla skelltum okkur í bíó í gærkvöldi.
The Mist varð fyrir valinu en hún er gerð eftir samnefndri skáldsögu Stephen King og því er ekki að leyna að hann er snillingur mikill sá maður.

Þó svo að myndin líti í sjálfu sér út fyrir að vera enn ein stórmyndin frá Bandaríkjunum þar sem yfirnáttúruleg fyrirbæri herja á mannkynið, þá er hún svolítið meira en það og þess vegna hafði ég einkar gaman af myndinni.

Í stuttu máli þá minnir margt í ádeilu myndarinnar mig á söguna Lords of the flies en hana las ég í menntaskóla og horfði á myndina. Besta fólk getur orðið að verstu ótugtum og fávitum undir vissum kringumstæðum sem sýnir að mannkynið er hættulegasta og versta skeppna jarðar.


Við Fjóla söknuðum þess þó að fá ekki að sjá leikstjóradóttirina Mist Rúnarsdóttur þarna í einu hlutverkanna svona af því að myndin og hún er jú nöfnur.






Fleira var það ekki en ég mæli með ef fólk vill endilega fara í bíó þá er Mistin góður kostur þrátt líta út fyrir að vera klisjuð stórmynd um bandarískar hversdagshetjur í baráttu við óhemjur sem aldrei hafa sést áður á jörðinni. Myndin er ekki alveg svo shallow. Stephen King klikkar ekki....;)

föstudagur, 11. janúar 2008

Smá blogg

Já rétt er það hjá þeim Sæju og Steinunni að það verður að blogga eitthvað.

Kannski ég byrji á að segja gleðilegt ár. En árspistil mun ég nú ekki skrifa enda gleymi ég öllu jafn óðum. Árið 2007 var eflaust hressandi og skemmtilegt eins og ávalt með tilheyrandi rugludalla flippi.

Jólin voru gleðileg en maður hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi allt sitt líf að fá mikinn og góðann mat yfir hátíðarnar, skynsamlegt að staldra við og hugsa um hversu gott maður hefur það.

Gaf sjálfri mér fallega rauða stafræna myndavél í jólagjöf svo lokst get ég tekið myndir af spennandi atburðum úr lífi mínu. Ég hef ekki átt myndavél síðan ég fór með fermingarvélina mína í útskrifarferð á Krít hér um árið en hún fékk að súpa vatn úr sundlaug hótelsins eftir stutta dvöl. Eftir þetta keypti ég nokkrum sinnum einota vélar sem aldrei hafa farið í framköllun svo ég muni. Mikil peningasóun það. En ég er afskaplega ánægð að hafa loks fjárfest í rauðu olympusinni minni.


Eitthvað gengur mér erfiðlega á þessu bloggi að setja inn youtube myndband en ég er með account og allt en youtube vill bara ekkert kannast við e-mailið mitt eða paswordið sem fylgja blogginu mínu. Ég fæ Sæju og Steinunni til að ráða fram úr þessu með mér yfir góðu yfirlæti einn daginn.


Ég hef nú ekki mikið meira að skrifa að svo stöddu. Læt fylgja með krúttaralega mynd af Julian Inga bakarameistara sem fannst afar gott að vera í fríi um jólin, en hann talaði eimitt um að hafa það notalegt í fríinu sínu.