mánudagur, 21. janúar 2008

Holtið góða

Hotel Holt fékk sér nýja og fallega eldavél um daginn en þar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á eldhúsinu undanfarið eða frá því á annan í jólum og lauk nú fyrir tæpri viku. Eldavélin er heilir fjórir metrar á lengd. Ekki amalegt tæki sem Friðgeir teiknaði sjálfur og lét smíða Franslandinu.

Á miðvikudaginn síðasta var svo skemmtilegt boð þar sem vel völdu fólki eins og mér, mömmu, ömmu, Söru Dögg og Julian Inga ásamt fleirum var boðið að skoða herlegheitin, snæða á gæsalifur, brauði, snittum og fleiru og fleiru. Þetta var satt að segja dýrindis fínerísisboð sem er afar Gullulegt ekki satt.

Þótti þessi atburður svo merkilegur að hans var getið á mbl.is, í ísland í dag og fleiri fjölmiðlum. Ég læt það tala sínu máli hér, en ég verð þó að viðurkenna að ég fór svolítið hjá mér og hef enga hugmynd um afhverju því það er ekki eins og ég sé þarna stödd í viðtölum og þau eru svo sannarlega ekki kjánaleg. En ég er þó afar stollt systir og dóttir.


http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1315196

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=c61bb


Julian fékk að sjálfsögðu að vera með í Ratatouille kokkagallanum sínum


Mont pistill búin og ekki laust við smá kjánahroll


6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst alveg ótrúlegt að klúbbnum F**** er´etta Friðgeir hafi ekki verið boðið í svona royal opnun ;)

Sæja sagði...

Ég segi það sama. Algjör skandall.
Annars máttu vera stolt af feðgunum Gulla mín. Tóku sig vel út og eru að standa sig vel. Rétt eins og þú:)
Er ekki frá því að ég hafi séð hverra manna þú ert, óttalega lík pabba þínum.

Guðlaug Björk sagði...

Já það er alveg agalegt að sniðganga ykkur svona. En ég mæli með að við förum einn góðann veðurdag og snæðum saman dýrindismat eins og hefðarkonum eins og okkur sæmir.

Sæja þú ert nú ekki sú fyrsta sem sér hverra manna, en ég þyki hafa erft föðurlegginn all svakalega ;)

Steinunn sagði...

Guð ertu með eins fót og faðir þinn?? jafn stórann og loðinn (gerandi ráð fyrir því að pabbi þinn raki ekki lappirnar)?

Hahaha ég er magnað fyndin;) En já fólkið þitt stendur sig vel og þú mátt vera stolt:)

Sæja sagði...

heheh ég hugsaði einmitt það sama og Steinunn og hló. En það er ljótt að hlæja að fólki.Mér er reyndar sama og hlæ því líka af Steinunni því hún ber fólk með augunum múahahhaha.

Nafnlaus sagði...

Hvenær á svo að bjóða manni á Holtið fína?? :)