mánudagur, 28. apríl 2008

Passið ykkur.

  • Þessu skilti er ég búin að koma fyrir á hliðinu í garðinum...alltaf eitthvað bölvað lið að stytta sér leið og um leið á þessari leið þeirra í gegnum garðinn verð ég leið því ég hrekk alltaf í kút við þessa truflun. En ég er að sinna mikilvægum hlutum eins og lærdómi í léttum klæðnaði.



  • Nú er ég búin að breyta um stíl svona rétt á meðan skólinn er að klárast. Það yrðir engin á mig af ástæðulausu. Þráðurinn er stuttur í þessari. Steinunn hefur komist í raun um það og grætur enn vegna þess.

  • p.s af þessari færslu má m.a draga þann lærdóm að orðið "leið" getur haft margar merkingar. Það er aldrei of oft notað.
Gulla has spoken.

4 ummæli:

Steinunn sagði...

Huh já þú grætir mann eins og ekkert sé, en ég átti það víst skilið...;) Skil bara ekki hvers Léttfeti átti að gjalda!!

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel dúllan mín !!!! Þú ert dugleg og getur allt sem þú villt !!!!! :)

Luv Anna

Nafnlaus sagði...

Ég held að ég hafi bara ekki séð eða heyrt í þér síðan á KFC hérna forðum þegar ég rakst á þig snæða með yndisfríðum vinnufélögum :) verðum nú að fara að taka djamm á þetta og drekka okkur helfullar, sumarið 2009, hvernig lýst þér á það??

Nafnlaus sagði...

Mér þykir vænt um þig Gullan mín!