fimmtudagur, 14. ágúst 2008

Ferðalagið er að hefjast

Loksins Loksins er komið af stóra ferðalagi Þonnsystranna og Gullu eftir eins árs meðgöngu með tilheyrandi tilhlökkun. Brottfarardagurinn er að morgni 15. ágúst og verður flogði til London. Síðar sama dag eða um kvöld verður svo flogið til Dubai. Helgin mun fara í eiðirmerkursafarí þar í landi og meðal annars farið á sandbretti. (snjóbretti á sandi)



Ég/við munum reyna að rita reglulega skemmtilegar ferðasögur og kannski láta nokkrar myndir fylgja með fyrir forvitna. Ég bendi á link hér til hægri á bloggið hennar Önnu Þonn.....þá geta gestir og gangandi fengið tvær mismunandi útfærslur af ævintýrum okkar. T.d ætla systurnar að fara á svaka köfunarnámskeið í þrjá daga á Bali og fá þannig einhver réttindi á meðan kjúklingurinn Guðlaug mun fá smjörþef af köfun í sundlaug og jafnvel í sjónum ef sumir treysta sér í það yfir höfuð.
Smelti hérna af myndum af okkur ferðafélugunum


Við Anna á góðri stundu fyrir löngu síðan

Dr Hjördís með bikarinn góða á pollamótinu í sumar.

Tjá bella er farin að huga að pökkun í bakpoka.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða ferð Gulla, ég vona að þú haldir dætur mínar út. Þetta verður æðisleg ferð, ég öfunda ykkur og bið að heilsa Bali og Nýja-
Sjálandi

Kveðja Hr. ÞONN