Ég/við munum reyna að rita reglulega skemmtilegar ferðasögur og kannski láta nokkrar myndir fylgja með fyrir forvitna. Ég bendi á link hér til hægri á bloggið hennar Önnu Þonn.....þá geta gestir og gangandi fengið tvær mismunandi útfærslur af ævintýrum okkar. T.d ætla systurnar að fara á svaka köfunarnámskeið í þrjá daga á Bali og fá þannig einhver réttindi á meðan kjúklingurinn Guðlaug mun fá smjörþef af köfun í sundlaug og jafnvel í sjónum ef sumir treysta sér í það yfir höfuð.
Smelti hérna af myndum af okkur ferðafélugunum
Við Anna á góðri stundu fyrir löngu síðan
Dr Hjördís með bikarinn góða á pollamótinu í sumar.
Tjá bella er farin að huga að pökkun í bakpoka.
1 ummæli:
Góða ferð Gulla, ég vona að þú haldir dætur mínar út. Þetta verður æðisleg ferð, ég öfunda ykkur og bið að heilsa Bali og Nýja-
Sjálandi
Kveðja Hr. ÞONN
Skrifa ummæli