miðvikudagur, 16. janúar 2008

Í kvikmyndahúsinu



Við Fjóla skelltum okkur í bíó í gærkvöldi.
The Mist varð fyrir valinu en hún er gerð eftir samnefndri skáldsögu Stephen King og því er ekki að leyna að hann er snillingur mikill sá maður.

Þó svo að myndin líti í sjálfu sér út fyrir að vera enn ein stórmyndin frá Bandaríkjunum þar sem yfirnáttúruleg fyrirbæri herja á mannkynið, þá er hún svolítið meira en það og þess vegna hafði ég einkar gaman af myndinni.

Í stuttu máli þá minnir margt í ádeilu myndarinnar mig á söguna Lords of the flies en hana las ég í menntaskóla og horfði á myndina. Besta fólk getur orðið að verstu ótugtum og fávitum undir vissum kringumstæðum sem sýnir að mannkynið er hættulegasta og versta skeppna jarðar.


Við Fjóla söknuðum þess þó að fá ekki að sjá leikstjóradóttirina Mist Rúnarsdóttur þarna í einu hlutverkanna svona af því að myndin og hún er jú nöfnur.






Fleira var það ekki en ég mæli með ef fólk vill endilega fara í bíó þá er Mistin góður kostur þrátt líta út fyrir að vera klisjuð stórmynd um bandarískar hversdagshetjur í baráttu við óhemjur sem aldrei hafa sést áður á jörðinni. Myndin er ekki alveg svo shallow. Stephen King klikkar ekki....;)

Engin ummæli: