laugardagur, 23. febrúar 2008

Ég var að spá.........



Ef einhver missir minnið en fær það svo aftur seinna , getur þá sá hinn sami munað að hann hafði gleymt öllu sem hann man aftur núna.


Fyndið þegar auglýst er ókeypis gjöf.........eru ekki allar gjafir ókeypis??????



Ef maður planar að hafa ekkert planað er maður þá búin að gera plan????



Orðatiltæki: Ekki er allt sem sýnist. Hvernig getur maður vitað að það er ekki eins og maður heldur ef maður fattar það hvort sem er ekki því maður sér það ekki.



Hversu trúverðugur er trúleysingi sem er látin sverja á biblíuna í vitnastúkunni í réttarsal......veit reynar ekkert hvort það sé gert á Íslandi en í USA allavega...er fólk allataf látið sverja á biblíuna þó svo það sé annars trúar eða trúleisingjar???

Sá hlær best sem síðast hlær..........nei sá sem hlær síðast er slow að hugsa

Er maður latur ef maður nennir ekki að gera ekki neitt.

Verið sæl og lifið heil

Bestu kveðjur GB

sunnudagur, 17. febrúar 2008

Myndmál

Guðlaug gerðist gríðarlega menningarleg síðasta fimmtudag og fór með stöllum úr bekknum á shusi stað og í leikhús. Sáum Baðstofuna eftir Hugleik og mikið var langt síðan ég hafði grátið. En ég grét úr hlátri í eitt skiptið. Ég mæli hiklaust með þessu leikriti, sem er skemmtileg afþreying.

Annars allt gott að frétta hér á Guðlaugarstöðum, hress og kát að vanda. Læt fylgja nokkrar skemmtilegar myndir úr amstri mínu.




Ýmir dúllubrauð




Brosin björtu











Anna McBeauty
Við Fjóla á leiðinni á 80´s galakvöld (eða ekki)...fengum lánuð föt úr fataskáp Önnu Þonn.

miðvikudagur, 13. febrúar 2008

Ferðalagið nálgast




























































































Það verður sko margt um að litast í Indónesíu fyrir okkur ferðalangana í haust. Ég googlaði náttúrulega myndir frá þessu fallega landi og ég er alveg að fara af límíngunum af spenningi. Það er deginum ljósara að það verður að bretta framm úr ermum og byrja að spara svo ekki þurfi að fara heim fljótlega. Hver veit nema við Steinka höldum áfram enn lengra og lærum að surfa í Ástralíu eða Nýja Sjálandi. Það væri ekki leiðinlegur endir á heimsreisunni. Ætli við getum ekki fengið bara styrk frá þroskaþjálfafélaginu...tjaa eða fjármálaráðherra um að kanna hvernig málefnum fatlaðra sé sinnt í þessum löndum...eða skoðað skólamálin. Já núna í þessum skrifuðu orðum fæ ég fína hugmynd. Við ferðalangarnir fjórir samanstöndum af einum lækni , einum samfélags/hagþróunarfræðing og tveimur þroskaþjálfum. Við gætum vel sótt um einhvern styrk til að rannsaka eða kanna einhverskonar samfélagsleg gildi fatlaðra í einhverju fjarlægu ríki með áherslu á heilbrigðisþjónustu og ríkjandi stjórn/menningu.
Jæja ef þið lesið þetta samferðakonur þá endilega velltið þessari hugmynd fyrir ykkur og þróið kannski ögn betur. Þetta gæti orðið gott efni í bók eða heimildarmynd......JÁ Því ekki það....það er fátt raunverulegra en bækur og heimildarmyndir.
over and out

fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Það var þá ekki að gömul kona kom mér til bjargar allra fyrst.

Það hefur verið ansi snjóþunkt þennan vetur hér á suðvesturhorninu. Elskulegi bíllinn minn hann Kormákur hefur verið ansi seigur þó hann sé komin til ára sinna og farin að bila endrum og eins. Í morgunn komst ég varla inn í bílinn fyrir snjó en Kormákur rauði bakkaði út um innkeyrsluna sem var eins og snjóhús eins og auðveldlega og að gefa stefnuljós til vinstri.
En innkeyrslan er soldið stór og við enda hennar er ávalt búið að skafa götuna (Skeiðarvog) þannig að við endann hjá mér situr ávalt stórt svart/hvítt snjófjall sem Kormákur litli smígur auðveldlega í gegnum eða nánast. M.ö.o þá hafði hann ekki fest sig þessa þrjá vetur sem við höfum búið þarna.

Í kvöld skrapp ég út í stutta stund og var að taka stefnuna inn að húsi frá götunni þegar Kormákur bara snarhætti að komast fram eða aftur. Svo mikið var fjallið orðið enda sá ég gröfuna sem var við það að skafa götuna enn einu sinni í dag yfirgefa staðinn þessa sömu stundu. Ég fór út og mat aðstæður og já það var svo troðið að snjó undir bílnum að ég varð að gjöra svo vel að fara á fjórar og byrja að moka alminnilega. Enga nógu góða skóflu fann ég nema álfægiskófluna hennar ömmu uppi á tröppum, hin var allt of stór. Svo var mokað og mokað og reynta að keyra en ekkert gekk.

Heill hellingur að bílum smeigði sér framhjá mér en enginn stoppaði þrátt fyrir að Kormákur væri hálfur úti á götu og ekki séns að skilja hann þar eftir, þá yrði allt brjálað. Ég hringdi í Mist sem á heima þarna í næstu götu en það var smá tími í hana (nýkomin úr baði) þannig að ég hélt áfram að grafa með fægiskóflunni. Eftir 30-40 mín mokstur heyri ég kallað á mig. Hinu meigin við götuna stendur lítil gömul kona með rauða stóra skóflu. Hún hafði tekið eftir mér og fannst agalegt að sjá mig svona eina með fægskóflu að vopni. Ég get svarið fyrir það að hún er ekki meira en 10 árum yngri en amma mín sem er 86 ára. Ég mokaði með skóflunni hennar og settist í bílinn og reyndi aftur og hún að ýta. Það gekk ekki. Konan mokaði þá eins og ég veit ekki hvað og ég grafaði með fægjaranum. Eitthvað var Kormákur farin að losna pínulítið og í þann mund sem ég ætlaði að bakka út stoppuðu tveir ungdir herramenn og þau þrjú hjálpuðust að við að ýta Kormáki vel og vandlega og ekki nóg með það heldur mokuðu þeir allt í burtu eftir að hann losnaði. Þvílíkir snillingar þetta fólk. Ég var svo glöð að ég var næstum búin að biðja um símanr hjá þeim fyrir hana Sæju (þorði ekki sorry sæja).

En svo kom ég inn og sagði ömmu sólarsöguna sem hafði auðvitað ekki orðið vör við neitt, feigin er ég annars hefði hún farið að ýta og moka líka komin á þennan aldur. Ég var sumsé komin inn til mín næstum klukkustund síðar. Nú mun ég sjálf ekki hika við að stoppa ef ég sé einhvern bíl fastan í snjó. Framhjá mér keyrðu heilu jepparnir og ég taldi meira að segja tvo Porcejeppa. Var fólkið í of fínum lakkskóm til að óhreynka sig. Ég hefði vel getað skroppið inn á náð í alminnilega föt fyrir þau.

Gamla góða konan átti ekki til orð yfir því að eingvir karlmenn kæmu og biðu fram aðstoð sína á öllum þessum bílum. Það er líka svo fáránlegt að svona 10-15 metrum frá eru umferðarljós og margir hangandi þar mínútunum saman á rauðu ljósi og pottþét horfandi á okkur í bakspeglinum. Svo komu þessir yndlælispiltar...og mikið var ég fegin að komast hér inn í hlíuna og rita þessa löngu sögu af raunum okkar Kormáks.
P.s Mist var ekki svona lengi á leiðinni ég hringdi náttla ekki í hana nærri strax. Hún var alveg að koma þegar allt reddaðist.


Takk og bless.

þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Hægri hluti heilans



Tók persónuleikapróf á netinu sem segir til um hvorn hluta heilans maður noti meira. Ég er hægri-heiluð. Þegar ég las niðurstöðuna kom hún mér ekkert á óvart. Maður þarf ekki svona próf til að segja hvernig maður er hehe. En gaman að þessu því þetta passar mjög vel við. Nú vil ég að fólk sýni mér ákveðin skilning á því hvernig ég er. Hægri heilinn er að stjórna að mestu leyti og því á ég erfitt með að tjá hugmyndir mínar munnlega (Kom t.d aldrei upp orði í munnlegum tungumálaprófum þó ég vissi allt) haha. Já og óreiðan og skipulagsleysi....blame on the right brain;)

Endilega takið prófið;)


Right Brain |||||||||||||||| 68%
Left Brain |||||||||| 40%
*results won't usually add up to 100% as this test measures each side seperately

Left brain dominant individuals are more orderly, literal, articulate, and to the point. They are good at understanding directions and anything that is explicit and logical. They can have trouble comprehending emotions and abstract concepts, they can feel lost when things are not clear, doubting anything that is not stated and proven.



Right brain dominant individuals are more visual and intuitive. They are better at summarizing multiple points, picking up on what's not said, visualizing things, and making things up. They can lack attention to detail, directness, organization, and the ability to explain their ideas verbally, leaving them unable to communicate effectively.

Overall you appear to be Right Brain Dominant

-----------------------------------------

According to Darwinian theory, optimal evolution takes place with random variation and selective retention. The evolution savvy individual will try many different approaches when faced with a problem and select the best of those approaches. Many historical intellectuals have confessed their advantage was simply considering/exploring/trying more approaches than others. The left brain dominant type suffers from limited approaches, narrow-mindedness. The right brain dominant type suffers from too many approaches, scatterbrained. To maintain balanced hemispheres, you need to exercise both variability and selection. Just as a company will have more chance of finding a great candidate by increasing their applicant pool, an individual who considers a wider set of options is more likely to make quality decisions.



Hér er prófið

föstudagur, 1. febrúar 2008

Nýr frændi


Miðvikudagskvöldið 30. Janúar ákvað bróðursonur minn nr 2 að láta sjá sig. Ég er því föðrusystir x2 í dag sem er mjög ánægjulegt. Drengurinn var svo komin heim til sín rétt rúmlega 1/2 sólahrings gamall. Að sjálfsögðu fór maður og kíkti á þá bræðurna og foreldrana rétt snöggvast yfir kvöldmatnum.



Stóri bróðir var án efa mjög áhugasamur um bleiuskiptingar og öðru sem fylgir nýfæddum bræðrum. Tók á móti mér með því að spyrja hvar læknirinn væri og bauð mér að sjá litla bróður sinn. Frænkan tók sér þó tíma til þess að kenna þeim eldri að flokka spilabunka í fjórar sortir. Byrja á grunninum áður en hann lærir olsen olsen.