fimmtudagur, 20. mars 2008

.................smá blogg

Kannski tími til að blogga örlítið.



Skólinn er í hámarki þessa stundina og maður hefur engan tíma eða löngun til að hugsa um öll þessi verkefni en ég veit þetta reddast allt á endanum með pressu og næturlærdómi svona undir lokin svo ég er ekkert að stressa mig. Enda hefur annað og mun mikilvægara átt hug mans allan síðustu vikur. Ég vil þakka fyrir allar þær hlýju kveðjur sem ég hef fengið í sms, msn, myspace og í eigin persónu. Það eru fjölmargar leiðir til að nálgast fólk nú á dögum sem er hið besta mál.



Nú þarf að spíta í lófana og nýta páskafríið í B.A verkefnið og fleira. Verð því vant við látin þó maður geri sér dagamun og skreppi til brósa í ljúffengan málsverð. Hann lumar víst á helling af dýrindis uppskriftum sá ég í nokkrum blöðum nú á dögunum. Það er ekki verra. Svo kom hún Eva danska og hele famelien alveg óvænt á vora ástkæru fósturjörð þannig að planið er að skreppa til Veru eitt kvöldið og mæla sér mót við Evuna, bumbuna og jafvel Sindrann manninn hennar.


Engin ummæli: