sunnudagur, 1. júní 2008

Óþægilegur e-póstur

Endrum og eins hefur maður fengið skrítin tölvupóst.
Inboxið í einu netfanginu mínu er alltaf stútfullt af facebook-dóti eins og hjá mörgum öðrum.
Það allra fáránlegasta fékk okkur Steinunni til þess að velltast um af hlátri einn daginn á bókasafni Kennó. Við vorum orðnar gegnsúrar og brenndar á heila af lærdómi svo það þurfti ekki mikið til að fá okkur til finnast eitthvað fyndið. En hér eru subjeckt í tveimur e-póstum frá facebook.

  1. Gudlaug;Jesus sent you a note
  2. Gudlaug; Jesus sent you a flirt request.

Já þar sem ég hef efast stundum um tilvist Guðs og sonar hans þá ætti þetta kannski að vera hint. Amen.

p.s Indónesía er ekki lengur á dagskrá. Ferð umhverfis jörðina á 5 vikum hefst þann 15. ágúst. Djöfull verðu gaman og klikkað. Verð því vant við látin vegna mikillar vinnu í sumar hihi. Stelpan er í tveimur vinnum í sumar..... já og reyndar verð ég alveg í þremur í smá tímabil.

Tjá tjá later.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jesú sent you alot of notes last night ;)

Fliss, gaman að fá ykkur í ís og biblíulestur... he he he!

Steinunn sagði...

Haha það er ekki slæmt að jafn merkur maður og Jesús sjálfur daðri við mann!! Þú ert náttúrulega stolt af þessu Gulla:D

Úff ég er ennþá að reyna að komast yfir það að ég afþakkaði nudd fyrir biblíulestur!!! Nú er eitthvað mikið að, ég þarf klárlega hjálp;)