laugardagur, 5. apríl 2008

Það er aldeilis


Já hvað skal skrifa núna.


Hvernig stendur á því að í hvert skipti sem mikið er að gera í námi þá þjást allir af ritstíflu á hæðsta stigi. Afhverju fær maður ekki ritstíflu þegar maður þarf ekkert að skrifa stóra, flotta og fullkomna ritgerð. Og það sem meira er þá er ekkert jafn skemmtilegt og að skrifa eitthvað bull á eitthvað blogg, nú í veikri von um að losa stífluritið. Ég er að hugsa um að fá mér einkaritara eins og Hr Laxness gerði stundum. En mér skilst (veit ekki hvort sé satt eða ekki) að Frú Laxness hafi svotil verið ritari mannsinns síns. Hún skrifaði semsagt niður það sem hann sagði þannig að hún á því mikinn heiður af hans skáldsögum ef þetta er rétt. Þetta heirði ég þegar ég fór í smá heimsókn með skólakrökkum á Gljúfrastein fyrir nokkrum árum. Svo hér með auglýsi ég eftir einhverjum sem er til í að skrifa niður (í tölvu) hugsanir og þankaganga mína í lítilli Lokaritgerð. Ég mun borga í Evrum.


Fékk ánægjulegar fréttir í gær. En 6. litli frændi minn í móðurfjölskyldunni fæddist 04.04.08 æðislega fallegur að sjálfsögðu. Algjör strákafjölskylda :)


Nú svo var ég að uppgvöta skemmtilega stelpuþætti. Annar er á skjá 1 lipstick jungle og svo hinn cashmere mafia er ekki sýndur hér á landi. Hef þó meira séð af þeim síðarnefnda. Það er voðalega gott að gefa sér 1-2-3 þætti í verðlaun eftir lærdómsdag. Þeir eru gullrótin mín í lok dagsins. tjaaa eða truflunin í miðjum degi haha
L.J C.M


See ya

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með litla frænda :) Það er eins hjá mér, það virðast bara fæðast strákar inn í mína fjölskyldu ;)
En ég sá fyrsta þáttinn af Lipstick Jungle! Náði alveg að heilla mig :)
Kv. Mýa

Nafnlaus sagði...

Eg er hukt a gossip girl eins og er... svona OC bara a Manhattan:) Gerist ekki betra!!!

Annars vona ad tad gangi vel med ritgerdina.

kv. Ingunn

Nafnlaus sagði...

Þættirnir eru hættulegir !!! aðallega þegar maður þarf að læra :) Vertu nú dugleg og ekki skrifa all lóðrétt hehe ;)

Luv Anna

Guðlaug Björk sagði...

Takk takk stelpur.

Anna Rut ég hef vandaði mig gríðarlega við að skrifa lárétt frá vinstri til hægri;)

Nafnlaus sagði...

Er einmitt með eina ritstíflu núna og á að skila verkefni eftir hádegi og tala eitthvað um það og ég veit ekkert hvað ég er búin að vera skrifa ...
En það reddast

ég er ánægð að heyra að þér finnst Lipstick jungel góðir þættir því ég þorði ekki að horfa á þá... hélt að þetta væri svona lélegir endurútgáfa af sex and the city

kv Anna

Guðlaug Björk sagði...

hihi já Sex and the city er soldil fyrirmynd en báðir þættir eru mjög skemmtilegir og ég get ekki ákveðið mig hvor mér finnst skemmtilegri en báðir fjalla um succsessfull konur í háum stöðum í yndisborginni New York og klæðast geggjuðum fötum og skóm....can we ask for more hehe

Nafnlaus sagði...

Já-há... er frekar svekkt að missa af lipstick í kvöld :) heillaðist af fyrsta þættinum :)
En ljósið í lífi mínu er að ég verð með þér í kvöld :) hehe