þriðjudagur, 15. apríl 2008

Hvað á þetta að þýða????

Okey um miðjan júnímánuð í fyrrasumar var blíðviðrisdagur í vinnunni en þeir áttu eftir að verða fleiri þetta sumar. Alla vega þessum degi eiddum við að mestu leyti í nauthólsvíkinni en við gengum fram og til baka og sólin skein skært. Þennan dag fékk ég svaka tan á upphandleggina en var því miður í stuttermabol þannig að það myndaðist þetta flotta bændabrúnku-stuttermabolafar þó mun meira á hægri handlegg. Ég var með þetta far allt sumarið og fram á haust...ég man meira að segja þegar ég var í Köben í oktober að Eva var að hlægja að þessu. Þetta hefur dofnað smám saman í vetur og ég var búin að steingleyma þessu þangað til á sunnudagskvöldið. Ég fór í EINN ljósatíma og um kvöldið tók ég eftir því að ég var orðin rauð í framan og alstaðar og það sem meira er FARIÐ VAR KOMIÐ AFTUR (á annan handleggin). WHAT THE FUCK.
Hversu mikið NÖRD er hægt að vera. ojjjj þetta er ekki smart. Ég ætla að fara aftur í ljós og þá mun ég vera með hanska sem nær næstum upp að öxlum.
Uhhh kannski einfaldara að fá sér brúnkukrem og bera bara á þann stað sem farið er.

4 ummæli:

Sæja sagði...

ahahah en ótrúlega töff. Veistu ekki að bændabrúnkan er í tísku. Allavega hjá þeim þúsundum íslendinga sem stunda golf. Þú getur sagts gera það líka.

Steinunn sagði...

Haha þú er ofursvöl:) Mitt far er löngu farið en ég er hinsvegar með bikínibuxnafar sem fer ekki! Hvernig stendur á því?? aldrei var ég síðasta sumar sprangandi um á bikiníbuxunum einum saman...

Nafnlaus sagði...

Heyrðu ég fæ alltaf far á sköflunginn vegna legghlífanna sem dvöldu þar í mörg ár en hafa ekki gert í mörg ár. Toppaðu það!!

Guðlaug Björk sagði...

Uhhh nei ég ætla ekki að toppa það...haha