fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Það var þá ekki að gömul kona kom mér til bjargar allra fyrst.

Það hefur verið ansi snjóþunkt þennan vetur hér á suðvesturhorninu. Elskulegi bíllinn minn hann Kormákur hefur verið ansi seigur þó hann sé komin til ára sinna og farin að bila endrum og eins. Í morgunn komst ég varla inn í bílinn fyrir snjó en Kormákur rauði bakkaði út um innkeyrsluna sem var eins og snjóhús eins og auðveldlega og að gefa stefnuljós til vinstri.
En innkeyrslan er soldið stór og við enda hennar er ávalt búið að skafa götuna (Skeiðarvog) þannig að við endann hjá mér situr ávalt stórt svart/hvítt snjófjall sem Kormákur litli smígur auðveldlega í gegnum eða nánast. M.ö.o þá hafði hann ekki fest sig þessa þrjá vetur sem við höfum búið þarna.

Í kvöld skrapp ég út í stutta stund og var að taka stefnuna inn að húsi frá götunni þegar Kormákur bara snarhætti að komast fram eða aftur. Svo mikið var fjallið orðið enda sá ég gröfuna sem var við það að skafa götuna enn einu sinni í dag yfirgefa staðinn þessa sömu stundu. Ég fór út og mat aðstæður og já það var svo troðið að snjó undir bílnum að ég varð að gjöra svo vel að fara á fjórar og byrja að moka alminnilega. Enga nógu góða skóflu fann ég nema álfægiskófluna hennar ömmu uppi á tröppum, hin var allt of stór. Svo var mokað og mokað og reynta að keyra en ekkert gekk.

Heill hellingur að bílum smeigði sér framhjá mér en enginn stoppaði þrátt fyrir að Kormákur væri hálfur úti á götu og ekki séns að skilja hann þar eftir, þá yrði allt brjálað. Ég hringdi í Mist sem á heima þarna í næstu götu en það var smá tími í hana (nýkomin úr baði) þannig að ég hélt áfram að grafa með fægiskóflunni. Eftir 30-40 mín mokstur heyri ég kallað á mig. Hinu meigin við götuna stendur lítil gömul kona með rauða stóra skóflu. Hún hafði tekið eftir mér og fannst agalegt að sjá mig svona eina með fægskóflu að vopni. Ég get svarið fyrir það að hún er ekki meira en 10 árum yngri en amma mín sem er 86 ára. Ég mokaði með skóflunni hennar og settist í bílinn og reyndi aftur og hún að ýta. Það gekk ekki. Konan mokaði þá eins og ég veit ekki hvað og ég grafaði með fægjaranum. Eitthvað var Kormákur farin að losna pínulítið og í þann mund sem ég ætlaði að bakka út stoppuðu tveir ungdir herramenn og þau þrjú hjálpuðust að við að ýta Kormáki vel og vandlega og ekki nóg með það heldur mokuðu þeir allt í burtu eftir að hann losnaði. Þvílíkir snillingar þetta fólk. Ég var svo glöð að ég var næstum búin að biðja um símanr hjá þeim fyrir hana Sæju (þorði ekki sorry sæja).

En svo kom ég inn og sagði ömmu sólarsöguna sem hafði auðvitað ekki orðið vör við neitt, feigin er ég annars hefði hún farið að ýta og moka líka komin á þennan aldur. Ég var sumsé komin inn til mín næstum klukkustund síðar. Nú mun ég sjálf ekki hika við að stoppa ef ég sé einhvern bíl fastan í snjó. Framhjá mér keyrðu heilu jepparnir og ég taldi meira að segja tvo Porcejeppa. Var fólkið í of fínum lakkskóm til að óhreynka sig. Ég hefði vel getað skroppið inn á náð í alminnilega föt fyrir þau.

Gamla góða konan átti ekki til orð yfir því að eingvir karlmenn kæmu og biðu fram aðstoð sína á öllum þessum bílum. Það er líka svo fáránlegt að svona 10-15 metrum frá eru umferðarljós og margir hangandi þar mínútunum saman á rauðu ljósi og pottþét horfandi á okkur í bakspeglinum. Svo komu þessir yndlælispiltar...og mikið var ég fegin að komast hér inn í hlíuna og rita þessa löngu sögu af raunum okkar Kormáks.
P.s Mist var ekki svona lengi á leiðinni ég hringdi náttla ekki í hana nærri strax. Hún var alveg að koma þegar allt reddaðist.


Takk og bless.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jiii á ég að trúa þessu upp á Íslendinga... Ég get stundum verið svo yfir mig hneyksluð á hvernig við högum okkur að það hálfa væri hellingur. Það hafa alvarlegri hlutir en þetta gerst upp á síðkastið þar sem ökumenn passa sig að sveigja eins mikið framhjá og þeir geta, eins og með gamla manninn sem lenti í slysi rétt hjá Borgarnesi og lá við hliðina á götunni. Loksins kom einhver til hjálpar og þá var greyið maður brotinn. Já svona erum við köld!

Sæja sagði...

Það er ekkert annað. Já fólk er ekkert að drepast úr hjálpsemi neitt.
Þakka þér Gulla mín fyrir að hugsa til mín. Ég get alltaf stólað á það.

Steinunn sagði...

Uss hörkutól þessi gamla yndæla kona!:) Ætli þetta hafi verið sömu strákarnir og hjálpuðu mér þegar ég festi mig þarna í næstu götu við hliðina á um daginn??