miðvikudagur, 13. febrúar 2008

Ferðalagið nálgast




























































































Það verður sko margt um að litast í Indónesíu fyrir okkur ferðalangana í haust. Ég googlaði náttúrulega myndir frá þessu fallega landi og ég er alveg að fara af límíngunum af spenningi. Það er deginum ljósara að það verður að bretta framm úr ermum og byrja að spara svo ekki þurfi að fara heim fljótlega. Hver veit nema við Steinka höldum áfram enn lengra og lærum að surfa í Ástralíu eða Nýja Sjálandi. Það væri ekki leiðinlegur endir á heimsreisunni. Ætli við getum ekki fengið bara styrk frá þroskaþjálfafélaginu...tjaa eða fjármálaráðherra um að kanna hvernig málefnum fatlaðra sé sinnt í þessum löndum...eða skoðað skólamálin. Já núna í þessum skrifuðu orðum fæ ég fína hugmynd. Við ferðalangarnir fjórir samanstöndum af einum lækni , einum samfélags/hagþróunarfræðing og tveimur þroskaþjálfum. Við gætum vel sótt um einhvern styrk til að rannsaka eða kanna einhverskonar samfélagsleg gildi fatlaðra í einhverju fjarlægu ríki með áherslu á heilbrigðisþjónustu og ríkjandi stjórn/menningu.
Jæja ef þið lesið þetta samferðakonur þá endilega velltið þessari hugmynd fyrir ykkur og þróið kannski ögn betur. Þetta gæti orðið gott efni í bók eða heimildarmynd......JÁ Því ekki það....það er fátt raunverulegra en bækur og heimildarmyndir.
over and out

1 ummæli:

Steinunn sagði...

Újé þetta verður æði:) Ég legg til að við tölum þá bara við skjá einn..þeir eru alltaf að leita að einhverju til að sýna, var ekki einmitt einhver unglingur sem fór til Kína og seldi það til skjásins? Ég held nú að við fáklæddar á ströndinni seljumst betur!

Hvenær verður annars netfundur stúlkur?